Saga - 2003, Page 94
92
VIÐAR PÁLSSON
nokkuð á eina bók. Hemaðarafrek hans em engin. Snorri virðist
hafa verið mjög smeykur við að komast á vald annarra og viljað
treysta sem allra fæstum, helst engum. Það sem stendur upp úr er
vangeta Snorra til þess að verja ríki sitt, sem fellur vamarlaust. Þar
með brást Snorri einni af fmmskyldum góðs höfðingja og hefur
líklega hrapað í virðingu. Habitusinn leyfði ekki slík frávik. Það
var ekki mikil reisn yfir Snorra einum í kjallaranum, biðjandi sér
vægðar í stað þess að standa hnarreistur til loka. Ekki einu sinni í
dauðanum getur varnar. Var það heldur óvirðulegur dauðdagi. Þó
ber að gjalda varhug við stóryrðum um heigulshátt og óvirðulegt
fall Snorra. Frásagnimar em fáar og eins manns, Sturlu, sem kann
að hafa, og hefur líklega, fært söguna af drottinsvikaranum Snorra
í stílinn, enda Sturla embættismaður þess sama drottins.129
Niðurlag
Þegar öllu er á botninn hvolft styður saga Snorra ekki langlífar
hugmyndir fræðimanna um auð sem meginuppsprettu valda á
þjóðveldisöld. Frásögn Sturlungu af valdabrölti og auðsöfnun
Snorra má ekki með nokkru móti túlka á þann veg að völdin hafi
sprottið af auði. Þvert á móti er svo að sjá að héraðsmenn í Borg-
arfirði hafi hafið Snorra, studdan Oddaverjum og ættmennum
hans, til valda, hlaðið undir hann og fengið honum það rekstrarfé
sem hann þurfti til þess að rækja skyldur sínar við þá sem leiðtogi
þeirra. Auk þess var hann flestum færari í að afla sér félagslegs
auðmagns. Snorri varð undir í valdabaráttunni að lokum, vellauð-
ugur. Heimildir sýna hvorki Snorra nýta sér auðinn mikla sem
vopn í valdabaráttunni, sem hann virðist hafa háð af fullum metn-
aði, né heldur að hann hafi tengt auðsöfnunina sérstaklega við
sóknina til valda. Af Islendinga sögu að dæma voru völd og virðing
ofar í huga Snorra en auður. Sturla virðist einnig fyrst og fremst
líta á sögu Snorra sem sögu af baráttu um virðingu og völd; fá orð
greina frá auðsöfnuninni en fjöldi frá virðingu og valdabaráttu. í
þeim efnum virðist Snorri ekki hafa sparað við sig.
129 Um áhrif norska konungsvaldsins á ritun íslendinga sögu, m.a. um faU
Snorra, sjá: Helgi Þorláksson, „Sturla Þórðarson, minni og vald", bls-
319-341.