Saga - 2003, Page 100
98
EINAR SIGMARSSON
Nordælu 1956 giskaði Jakob Benediktsson á að Qualiscunque væri
eftir Odd Einarsson (1559-1630), biskup í Skálholti.3 Lýður Björns-
son hreyfði mótbárum í Sögu 1975 en Jakob veitti andsvör í sama
tímariti árið 1977 - stuttlega og stuttaralega.4 Lýður hefur síðan
látið kyrrt liggja og málið lognast út af. En ef tiltekið verk er rang-
feðrað getur það hæglega villt mönnum sýn um túlkun þess og til-
gang en höfundur Qualiscunque virðist ósmeykur við að láta í ljós
afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum. Það er því ekki
fráleitt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á áttunda ára-
tug síðustu aldar.
Ritunartími Qualiscunque
Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að átta sig á því hvenær
Qualiscunque mun hafa verið skrifuð. I verkinu segir að norð-
lenskir vermenn hafi lent í hrakningum um Pálsmessu (25. janúar)
1588.5 Fyrr getur það ekki verið fullsamið og hefur vosbúð norð-
anmanna því verið notuð sem fyrra tímamark (lat. terminus post
quem).6 Um síðara tímamark (lat. terminus ante quem) hefur ekki
ríkt eins mikill einhugur. Framarlega í Qualiscunque er varla
nokkur sagður lífs sem orðið hafi var við eldsumbrot í Heklu.7
Hún gaus tvisvar á sextándu öld, að nú er talið, 1510 og 1597,8 og
verkið því tæplega skrifað eftir að síðara gosið hófst. Höfundur
lætur í ljós von um að Kristján fjórði (1577-1648), sem var lýstur
konungur í apríl 1588, komi á laggirnar almennum spítala á Is-
landi.9 Fritz Burg telur Qualiscunque samda eftir 9. maí 1593,
3 Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?",
bls. 97-109. Sú grein er endurprentuð í afmælisriti hans. Jakob Benedikts-
son, Lærdómslistir, bls. 87-97.
4 Lýður Björnsson, „Höfundur Qualiscunque", bls. 240-250. - Jakob Bene-
diktsson, „Stutt athugasemd", bls. 226-228.
5 Qualiscunque, bls. 53. - Islandslýsing, bls. 109. .
6 Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?"/
bls. 100. - Sami, „Formáli", bls. 9.
7 Qualiscunque, bls. 11. - íslandslýsing, bls. 43.
8 Sigurður Þórarinsson, „Nokkur orð um íslandslýsingu Odds Einars-
sonar", bls. 21.
9 Qualiscunque, bls. 39. - íslandslýsing, bls. 86. Það er „generale nosodochi-
um" sem hér er þýtt sem almennur spítali.