Saga - 2003, Qupperneq 101
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
99
þegar danska stjómin lofaði að svara bráðlega óskum íslendinga
Um að stofnuð yrðu fjögur hæli fyrir sjúka þurfamenn, eitt í hverj-
Um landsfjórðungi.10 Þar var brugðist við tilmælum Alþingis frá
1592.11 Jakob Benediktsson efast um að höfundurinn hefði verið
Sv°na nægjusamur eftir ályktun þingheims og færir síðara tíma-
markið til 1592.12 Nærri lokum verksins segir að „dæmi" um
(hvíta- og) svartagaldur séu „fá" og „nú á vorum tímum úr sög-
unni".13 Á prestastefnu á Kýraugastöðum á Landi í maí 1592 skar
Oddur biskup Einarsson upp herör gegn þeim sem létust bæta
niem rnanna eða húsdýra með kukli, særingum, rúnaristum eða
kveisublöðum.14 Lýður Björnsson ræður af því að slík iðja hafi þá
enn verið stunduð og niðurlag Qualiscunque ritað síðar.15 En hér
nia líka nefna nokkuð sem ekki hefur verið bent á áður. í verkinu
er hermt að ýmsir norrænir menn hafi reynt að sigla til Vínlands,
Þar a meðal „Ögmundur, er var biskup í Skálholti fyrir 50 árum
eða þar um bil".16 Þar er átt við Ögmund Pálsson (d. 1541); hann
Var kjörinn biskup árið 1519, var vígður 1521 og lét af embætti
1540. Ýmislegt hnígur þá til þess að Qualiscunque sé að miklu eða
ðllu leyti samin um 1590.
Sunnlendingur fremur en NorÖlendingur?
^mgað til hefur aðallega verið deilt um hvort höfundur Qualis-
CUnque hafi frekar verið Sunnlendingur eða Norðlendingur.
Jakob Benediktsson telur að hann hafi þekkt til í Þingeyjarsýslu og
10 Alþingisbækur íslands II, bls. 356-357. - Burg, „Einleitung", bls. xxi-xxii.
b Páll Eggert Ólason, Saga íslendinga IV, bls. 244-245.
12 Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?",
bls. 99-100.
12 íslandslýsing, bls. 158. - í latneska textanum segir: „Sed ejus rei exempla
pauca sunt et nostro tempore obsoleta". Qualiscunque, bls. 86.
1 Alþingisbækur íslands II, bls. 257-258. - Biskupasögur Jóns prófasts
Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 173-174. - Páll Eggert Ólason, Saga íslend-
inga V, bls. 36.
15 Lýður Björnsson, „Höfundur Qualiscunque", bls. 248.
Isiandslýsing, bls. 77. - í latneska textanum segir: „Idem quo-||que ausum
hrilse Augmundum, in Islandia ante annos 50 uel circiter [Schalholtiæ ep-
Jscopum, perhibent" (eilítið fyllri tilvitnun en sú sem sótt er í íslenska þýð-
1I3gu Sveins Pálssonar). Qualiscunque, bls. 32, hér er felld niður tölusett til-
vísun Burgs í leiðréttan leshátt, E.S.