Saga - 2003, Page 103
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
101
kjörinn biskup í Skálholti. Jakob hallast að því að hann hafi „að
mestu eða öllu leyti" samið Qualiscunque í Kaupmannahöfn
'/Veturinn 1588-89", meðan hann beið þar biskupsvígslu.25
Lýður Bjömsson hyggur á hinn bóginn að höfundur Qualiscunque
geti allt eins verið Sunnlendingur.26 Hér verða rifjaðar upp sex af
röksemdum hans og lagt út af sumum þeirra. í fyrsta lagi telur
hann að nær öll þekking höfundar á atvinnu- og staðháttum í
Þingeyjarsýslu geti skýrst af því að hann hafi komið að Mývatni
eða haft spurnir af þeim slóðum. Hann giskar á að höfundur hafi
ter»gst Skálholtsstól og bendir á að biskupar þar hafi lagt leið sína
una Sprengisand þegar þeir vísiteruðu austanlands og hafi þá
^ugsanlega áð í Mývatnssveit27 Úr slíkri ferð geti líka verið kom-
úi lýsing á kláfi og hengibrú yfir Jökulsá á Brú28
I annan stað andmælir Lýður því að höfundurinn hafi aðeins
vitað af afspurn en ekki eigin raun að hafís ræki sjaldnast eða
aldrei suður fyrir land eins og Jakob ræður af orðunum: „ Af þess-
ari ástæðu eru Norðlendingar stórum verr settir en Sunnlend-
ú>gar, sem sagt er að aldrei sjái þennan ís".29 Rök Lýðs eru að höf-
undurinn hafi þekkt stefnu hafstrauma syðra, segi að ef ísinn fari
að ógna Sunnlendingum „með því að sveigja til austurs eða vest-
Urs" sé hann „þegar í stað gerður afturreka af hinum mótstæða,
ÞUuga straumi úr hinu mikla úthafi".30 En fleira má finna að
25 Hér er vitnað í Jakob Benediktsson, „Formáli", bls. 9. - Sbr. líka: sami,
„Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?", bls. 104, og sami, „Inn-
gangur", bls. 34.
26 Lýður Bjömsson, „Höfundur Qualiscunque", bls. 240-250.
2? Lýður vísar hér í Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls.
190-193, og Einar E. Sæmundsen, „Fjallvegamál íslendinga", bls. 225—299,
einkum bls. 225-241.
28 Qualiscunque, bls. 19-20. - íslandslýsing, bls. 56. - Um kláflýsingurva í Qualiscunque
vísast líka á: Gunnlaugur Ingólfsson, Kláfferjur, bls. 7-18 og 34-36.
29 íslandslýsing, bls. 35. - í latneska textanum segir: „Qua de caufa borealibus
Islandis longe fæliciores funt, qui auftralem Islandiæ partem incolunt, qui-
bus haec glaáes nunquam uifa efse dicitur", hér em felldar niður tvær tölu-
settar tilvísanir Burgs í leiðrétta leshætti, E.S. Quáliscunque, bls. 5.
20 íslandslýsing, bls. 35. - Latneski textinn er svolátandi: „Ubi enim illis
nrinari cœperit propius ad orientem uel occidentem inclinando,||confeftim
repellitur aduerfo impetuofo fluxu magni uel Deucaledonij oceani , hér
eru felldar niður þrjár tölusettar tilvísanir Burgs í leiðrétta leshætti, E.S.
Qualiscunque, bls. 5.