Saga - 2003, Blaðsíða 104
102
EINAR SIGMARSSON
túlkun Jakobs en Lýður gerir. Orðin „sem sagt er að aldrei hafi séð
þennan ís" („quibus hæc glacies nunquam uifa efse dicitur") geta
allt eins vísað til þess að höfundur beri fyrir sig eldri menn því
sjálfur sé hann tiltölulega ungur. Fleira í hafíslýsingunni getur þá
verið haft eftir öðrum og ekki endilega til marks um staðgóða þekk-
ingu Norðlendings. Sunnlendingur hefði raunar getað litið ísinn
augum í öðrum landshlutum, til dæmis austanlands eða vestan.
I þriðja lagi segir höfundur Qualiscunque að fiskbein séu notuð
til eldsneytis í Grímsey31 en Lýður giskar á að hann eigi þar við
samnefnda eyju norður af mynni Steingrímsfjarðar, ekki endilega
þá sem liggur norður af Eyjafirði eins og Jakob hyggur.32 Á vestari
eynni hafi verið býli í eigu Skálholtsstóls og kvartað yfir eldivið-
areklu þar árið 1706 en reyndar líka á þeirri eystri 1713.33 Höfund-
ur Qualiscunque hefur samt líka vitað að hey væri haft til elds-
neytis „á einum stað á Suðurlandi".34
í fjórða lagi hyggur Lýður að Sunnlendingur hafi verið í betri
aðstöðu til að kveða upp úr um að jöklar færu stækkandi því að
syðra hafi þeir verið nær alfaraleið, ekki síst Breiðamerkur-, Skeið-
arár- og Sólheimajöklar, en jöklarnir á hálendinu milli Eyjafjarðar
og Skagafjarðar „vafalaust verið mun minni um 1600 en nú og
jafnvel lfka færri".35
I fimmta lagi telur Lýður að lýsing Qualiscunque á eldgosi í Sól-
heimajökli um 158036 sé runnin frá sjónarvotti og hyggur að von-
um að sá hafi verið sunnlenskur, jafnvel höfundur sjálfur.
í sjötta lagi vekur Lýður athygli á þeim ummælum í Qualiscunque
að nyrst á Islandi sjái ekki til sólar í mánuð eða lengur í skamm-
deginu37 og ætlar að höfundur eigi við svæði þar sem fjöll byrgja
ekki sýn. Hann hafi þá talið að sólin væri jafnlengi neðan sjón-
31 Qualiscunque, bls. 42-43. - íslandslýsing, bls. 94.
32 Lýður Bjömsson, „Höfundur Qualiscunque", bls. 2444245.
33 Lýður vísar hér í: Ámi Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók VII, bls.
372-373, og sömu, Jarðabók X, bls. 317.
34 íslandslýsing, bls. 94. - í latneska textanum stendur: „in quodam loco
australis Islandiæ". Qualiscunque, bls. 43, sjá líka bls. 42.
35 Lýður Bjömsson, „Höfundur Qualiscunque", bls. 244. - Einn fremsti jarð-
fræðingur íslendinga á tuttugustu öld efaðist ekki um að höfundur fæú
þar með rétt mál. Sigurður Þórarinsson, „Nokkur orð um íslandslýsingu
Odds Einarssonar", bls. 21.
36 Qualiscunque, bls. 10. - íslandslýsing, bls. 43.
37 Sjá: Qualiscunque, bls. 8. - íslandslýsing, bls. 39.