Saga - 2003, Síða 105
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
103
deildarhrings um vetrarsólhvörf og hún væri á lofti um sumar-
sólstöður - undir sömu sök seldur og ófáir fræðimenn, allt frá
Plíníusi eldri (23-79 e.Kr.) og Sólínusi (3. öld e.Kr.) til Blefkens
(16.-17. öld). Lýður hyggur að Norðlendingur, uppalinn í Aðaldal,
hefði leiðrétt slíka staðleysu og vitnar í De mirabilibus Islandiae
(Undur íslands), rit eftir Gísla (1593-1638), son Odds:
Sólin hverfur oss aldrei, eins og sumir segja, heldur lýsir hún eyju
vora á sjálfan vetrarsólstöðudag í nálega heilar þrjár stundir, þar
sem fjöll skyggja ekki á. Efnið segir sjálft, að svona sé þessu far-
ið, og lærðir landar vorir hafa tekið eftir því fyrir löngu; þetta
finn eg líka greinilega tekið fram í blöðum föður míns.38
orðum Gísla er helst að ráða að Oddur hafi reynt að hrekja
s°mu hégilju og haldið er á lofti í Qualiscunque. í andsvaragrein
S'nni reynir Jakob Benediktsson ekki að bera á móti röksemdum
^ýðs um sólargang á íslandi og við nánari athugun virðast þær
góðra gjalda verðar. í Brevis commentarius de lslandia, sem kom út
árið 1593, aftekur Arngrímur Jónsson (1568-1648) að á íslandi sé
"dagur í nokkra mánuði um sumarsólhvörf" eða „nótt í nokkra
þ>anuði um vetrarsólstöður".39 Líkt og Oddur var Arngrímur
orðlendingur (fæddur og uppalinn á Auðunarstöðum í Víðidal),
®rður á Hólum (1576-1584) og skólameistari þar (1589-1595).40
3ö vaeri ekki fyrirvaralaus túlkun að Oddur hefði lagt meira upp
Ur fræðilegri þekkingu en reynsluþekkingu. Arngrímur segir að
a Hólum sé stystur dagur „minnst tvær stundir"41 en höfundur
38 Glsli Oddsson, íslenzk annálabrot [Annalium in Islandia farrago] og Undur
Islands [De mirabilibus Islandiæ], bls. 55. - í latneska textanum segir: „Solem
vero nunqvam amittimus, ut volunt qvidam, sed vel in ipso puncto
solstitiali hyberno insulam nostram collustrat fere tres integras horas, ubi
montana non obumbrant. Atqve ita se habere res ipsa loqvitur, anima-
dverteruntqve iamdudum nostratium doctiores, qvod ipsum in pagellis
patris mei [...] non oscitanter annotatum invenio". Gísli Oddsson, „Anna-
39 m fsfandia farrago and De mirabilibus Islandiae", bls. 32.
Árngrímur Jónsson, Stutt greinargerð um ísland, bls. 23. - í latneska frum-
textanum segir: „Vnde conftat [...] nec menfes plures, noctibus in æftivo, vel
diebus in brumali folftitio, carere". Arngrímur Jónsson, Brevis commentarivs
de Islandia, bl. 7r.
Sbr.: Páll Eggert Ólason, Menn og menntir IV, bls. 87-91 með frekari tilvísunum.
Árngrímur Jónsson, Stutt greinargerð um ísland, bls. 23. - í latneska frum-
textanum segir: „ad mininum duarum horarum". Amgrímur Jónsson, Brevis
c°mmentarivs de Islandia, bl. 7r.