Saga - 2003, Síða 106
104
EINAR SIGMARSSON
Qualiscunque telur að dagsbirtu njóti í minnst sex eða sjö stundir
ef veður byrgi ekki sýn, svo sem snjókoma eða steypiregn.42 Af því
að dæma hefur hann haldið til sunnar á landinu en Arngrímur.
Ef til vill má tína til enn fleiri rök en Lýður gerir fyrir því að höf-
undur Qualiscunque hafi þekkt til sunnanlands. Hann kann til
dæmis sögur um að sést hafi til ókindar nokkurrar í sjónum úti
fyrir strönd Suðurlands árið 1586.43 Flýgur fiskisagan en höfund-
ur hefði samt fremur frétt af slíkum fyrirburði - eða hugarburði -
ef hann var sunnlenskur en norðlenskur.
Um hnattstöðu íslands og orsakir eldgosa
Þekking á sunnlenskum staðháttum og málefnum styður tæpast
að Oddur Einarsson sé höfundur Qualiscunque - nema hann hafi
samið hana síðar en Jakob Benediktsson ætlar, eftir að hann tók
við annasömu biskupsembætti árið 1589. En fleira kann að mæla
á móti því að Qualiscunque sé hans verk eins og hér verður reifað
í sjö liðum. I fyrsta lagi kveðst höfundur ekki treysta sér til að
„setja fram neinar getgátur út í bláinn um breiddar- eða lengd-
argráðu" landsins44 heldur „hlýt ég að fylgja útreikningum lærðra
manna, nefnilega Apianusar og annarra, sem [...] virðast ekki
vera fjarri hinu rétta, hvort sem þeir setja 64., 65., 66., [eða] 67.
breiddarbaug um mitt Island".45 Síðan bætir hann við: „Annars
mætti ef til vill komast nær hinu rétta í þessu efni með hversdags-
legum athugunum."461 Brevis commentarius de Islandia getur Arn-
42 Qualiscunque, bls. 8. - íslandslýsing, bls. 39-40.
43 Qualiscunque, bls. 22. - íslandslýsing, bls. 60-63.
44 íslandslýsing, bls. 30. - í latneska textanum segir: „de latitudine [...] et
longitudine nihil temere conjicere audeo", hér er felld niður tölusett tilvís-
un Burgs í leiðréttan leshátt, E.S. Qualiscunque, bls. 2.
45 íslandslýsing, bls. 38. - Latneski textinn hljóðar svo: „Cogor [...] eruditor-
um uirorum fupputationes fequi, Apiani uidelicet et aliorum, qui [...] non
multum a uero uidentur aberrafse, fiue faciant latitudinem per mediam Is-
landiam 64 fiue 65 fiue 66 fiue 67 graduum". Qualiscunque, bls. 7, hér er felld
niður ein tölusett tilvísun Burgs í leiðréttan leshátt leshátt, sem og stjömu-
merkt tilvísun hans í ritið Cosmographia, per Gemmam PhryCium, [...] detiuo
reíiituta eftir Petrus Apíanus (1495-1552), útgefið í Antwerpen 1540, E.S.
46 íslandslýsing, bls. 38. - Latneski textinn hljóðar svo: „quod fortafse alias medi-
ocri obferuatione rectius intelligere et afsequi liceret". Qualiscunque, bls. 7, hér
eru felldar niður tvær tölusettar tilvísanir Burgs í leiðrétta leshætti, E.S.