Saga - 2003, Blaðsíða 108
106
EINAR SIGMARSSON
anabróðir slíkra manna þegar hann mælist til þess að haldnir
verði bænadagar vegna Heklugoss árið 1597 í bréfi til séra Böðv-
ars Jónssonar í Reykholti (1548-1626), einungis varðveittu í upp-
skriftum. Þar er látin í ljós sú fróma ósk að guð „láti oss ekki taka
gjöldin eptir vorum illgjörðum, hvorki með eldi né öskufalli, ekki
með drepsóttum eður öðrum skaðlegum landplágum, sem plaga optast að
koma eptir þvílík fáheyrð teikn og undur".53 Oddur hefur þá ekki
verið sjálfum sér samkvæmur - kennimaðurinn og fræðimaður-
inn í honum á öndverðum meiði - nema hann sé ekki höfundur
Qualiscunque.
Um spillingu í embættisveitingum
Þriðju rökin gegn því að Oddur Einarsson sé höfundur Qualiscunque
eru þau að þar eru íslenskir valdsmenn atyrtir fyrir mútuþægni og
mismunun, einkum við embættisveitingar, þvert á fögur orð um
að hæfi skuli ráða:
[Hjefjast fáir til embætta nú á vorum tímum, nema þeir hafi
annaðhvort með mútum og fégjöfum komið sér í mjúkinn hjá
umboðsmönnum konungs, sem hafa á valdi sínu að ráðstafa
hverju og einu í opinberum málum eftir geðþótta, eða þeir hafa
náð undir sig hjá konungunum sjálfum umdæmum og sýslum
til margra ára, líkt og skattheimtumenn.54
uehementiores uel quippiam his fimile feu extraneæ rerumpublicarum per-
turbationes etc., quam opinionem rudiores fortafse, quorum intellig-
entia non potuit ad fecundas caufas peruenire, fibi ipsis conflnxerunt".
Qualiscunque, bls. 11, skáletrun er mín en auk þess eru hér felldar niður
tvær tölusettar tilvísanir Burgs í leiðrétta leshætti, E.S.
53 Aiþingisbækur íslands III, bls. 125, skáletrun er mín, E.S., sjá líka bls. 124 og
126. - Tilvitnunin í meginmálinu er aðeins varðveitt í uppskrift Jóns Hall-
dórssonar í Hítardal í Lbs. 101 4to, bls. 383, en fyrri hluti bréfsins er til í
fleiri eftirritum, sbr. Lbs. 2005 4to, bls. 153-154; Lbs. 724 4to, bl. 90; Lbs. 1430
a 4to, bl. 6v-7r; Lbs. 1565 4to, bl. 35; Lbs. ÍB 37 8vo, bls. 294-296; Lbs. ÍB 455
4to, bl. 30r-31r.
54 íslandslýsing, bls. 142. - í latneska textanum segir: „nostro tempore paud
euehuntur ad publicos honores, nisi aut largitionibus et muneribus se
insinuauerant regijs uicarijs, in quorum potestate est singula pro arbitrio in
politico statu dispensare, aut a regibus ipsis prouincias et præfecturas quasi
publicani ad multos annos impetrarant". Qualiscuncjue, bls. 74, hér eru felldar
niður tvær tölusettar tilvísanir Burgs í leiðrétta leshætti, E.S.