Saga - 2003, Qupperneq 109
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
107
Oddur þótti sjálfur hygla vinum og vandamönnum. Strax árið
1590 veitti hann Einari föður sínum Hvamm í Norðurárdal en
Salómoni Guðmundssyni (um 1529-1598) var vikið þaðan „grát-
andi" eftir þrjátíu ára þjónustu, segir Jón Halldórsson í Hítardal
(1665—1736).55 Breytti þar litlu að Salómoni var fengið Húsafell í
sárabætur. Síðar sama ár losnaði eitt bitastæðasta brauð landsins,
Heydalir (Eydalir) í Breiðdal, og fékk Einar það umsvifalaust.56
Árið eftir, 1591, veitti Oddur Sigurði bróður sínum (1562-1634)
Breiðabólstað í Fljótshlíð, eitt besta prestakall landsins.57 Gísli Ein-
arsson (um 1570-1659/1660) hálfbróðir þeirra varð rektor í Skál-
holti veturinn 1595-1596 „og liðu kennslupiltar hann misjafnt",
segir Jón Halldórsson.58 Hann hafði fengið vonarbréf fyrir Vatns-
hrði 3. mars 1595 og tók þar við í júlí 1596, eftir að Oddur svipti
S1tjandi prest, Jón Loftsson (um 1539-um 1606), hempunni fyrir
ernbættisglöp.59 „[Þjótti Sunnlendingum þeim, sem biskup hafði ekki
ætt né mægðir við að rækja, hann vera sér bágur og þúngur", seg-
lr Jón Halldórsson.60 Árið 1595 ályktaði Alþingi að nemar í Hóla-
shóla skyldu vera af Norðurlandi og aðeins fá prestaköll nyrðra en
nemar í Skálholtsskóla skyldu vera úr hinu stiftinu (af Suður-,
^estur- eða Austurlandi) og aðeins gjaldgengir til brauða þar. Þá
skyldu prestasynir að öðru jöfnu ganga fyrir um brauð feðra sinna
el sóknarbörnin væru því ekki mótfallin. Páll Eggert Ólason
(1883-1949) giskar á að kurr yfir frændrækni Odds hafi verið
Ur>dirrót samþykktarinnar.61 Það verður að teljast trúlegt því að
Oddur var norðlenskur í báðar ættir og uppalinn nyrðra. Ályktun
Alþingis hefði torveldað honum að ota fram skylduliði og vildar-
vmum úr þeim landsfjórðungi. Samt urðu þrír bræður hans í við-
hót prestar og ekki greiddi hann síður götu sona sinna þegar þeir
kornust á legg.62
^ Biskupasögur ]óns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 170. - Sbr. líka: Páll
Eggert Ólason, Menn og menntir III, bls. 695-696.
56 Sama rit, bls. 695-696.
Sama rit, bls. 696. - Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár IV, bls. 215.
Skólameistarar I, bls. 84, sjá líka bls. 83, nmgr. 1. - Sbr. líka: Páll Eggert
Ólason, Menn og menntir III, bls. 696.
59 Sami, íslenzkar æviskrár II, bls. 46.
Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 200.
51 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir III, bls. 696.
52 Sama rit, bls. 696 með frekari tilvísunum.