Saga - 2003, Qupperneq 110
108
EINAR SIGMARSSON
Eins gæti hafa verið urgur í sunnanmönnum yfir því hvernig
Oddur komst á biskupsstól, ekki síst fyrstu árin á eftir, þegar
Quahscunque descriptio Islandiae var skrifuð. Sumarið 1588 skrif-
aði Guðbrandur Þorláksson höfuðsmanni, ýmsum próföstum,
prestum og þingmönnum og mælti eindregið með Oddi sem bisk-
upsefni þótt ekki væri hann nefndur á nafn. Síðan sendi hann Odd
suður með sum bréfin, „þá öllum ókendan í þessu stipti, nema
einasta að nafninu", segir Jón Halldórsson.63 Ýmsir aðrir þóttu
komu til greina, til dæmis Erasmus Villadsson (d. 1591) á Breiða-
bólstað í Fljótshlíð, þá officialis í Skálholti, og Jón Guðmundsson
(1558-1634), þá rektor á sama setri.64 Erasmus var útlendingur og
lagt það til lasts; Jón þótti heldur upp á kvenhöndina og dylgjað
var um að hann væri hallur undir kalvínisma eftir þriggja ára nám
á Brimum, stað sem horfið hafði frá Ágsborgarjátningunni árið
1561.65 Svo fór að Stefán (um 1546-1615), sonur Gísla heitins Jóns-
sonar biskups (um 1515-1587) og mektarklerkur í Odda, var í kjöri
með Oddi og réðust úrslit í hlutkesti - eftir því sem faðir Odds,
Einar Sigurðsson, greinir frá í Æfisöguflokki sínum, ortum 1616.66
Með því að vekja máls á vafasömum embættisveitingum hefði
Oddur höggvið nærri sjálfum sér, bæði því hvernig hann var sjálf-
ur hafinn á biskupsstól og hverja hann hóf til metorða, nema hann
hafi talið að sókn væri besta vörnin.
63 Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar íHítardal I, bls. 161. -Böðvar Jóns-
son í Reykholti fékk eintak af bréfi Guðbrands árið 1588 og skrifaði Jón
Halldórsson það upp. Sú uppskrift er til á prenti. Biskupasögur Jóns prófasts
Hal[lJdórssonar í Hítardal I, bls. 161-167.
64 Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 167-168. - PáU
Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár I, bls. 434. - Sami, ísletizkar æviskrár III, bls-
126.
65 Sami, Menn og menntir IV, bls. 575. - Sami, Saga íslendinga V, bls. 26-28. -
Sami, Islenzkar æviskrár I, bls. 434. - Sami, íslenzkar æviskrár IV, bls. 318. -
Skólameistarar I, bls. 70-71.
66 „Til voru settir / tveir í kjöri / Oddur og Stefán / óviljugir, / hlutur féll
Oddi, - / hver kann neita / að hann ei sæist / sáran gráta?" Einar
Sigurðsson, „Æfisöguflokkur", I, bls. 74-75, hér er felld niður tölusett til-
vísun í neðanmálsgrein um Stefán á bls. 75, E.S. Að vísu má efast um að
hvorugur hafi viljað hreppa hnossið eins og Einar heldur fram. Það er
nefnilega ritkhf í biskupasögum frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld að
menn hafi ekki verið áfjáðir í slíka vegtyllu, að minnsta kosti ekki þeir sem
hlutu hana síðan.