Saga - 2003, Side 112
110
EINAR SIGMARSSON
því að eignast þrjú eða fleiri börn í lausaleik fengju ekki aflausn
nema opinberlega, í dómkirkjunni í Skálholti eða hjá héraðs-
prófasti ef þeir ættu um langan veg og torfæran að fara:
En þá, sem giptust frillum sínum, setti biskupinn [: Oddur Ein-
arssonj í frívilja skynsömum prestum, hvort þeir afleystu
svoddan persónur fyrir brúðkaupið eða áhrærðu þeirra brot af
prédikunarstólnum á þeirra brúðkaupsdegi með tilhlýðilegri
áminningu, þó svo, að þeir sturluðu ekki þeirra samvizkur, sem með
iðran og betran vildu sitt hjónaband uppbyrja.70
Þannig skýrir Jón Halldórsson frá. Hann bætir því við að klerkana
hafi greint á um hvernig taka skyldi á lausgyrtum starfsbræðrum-
Sumum hafi þótt hlýða að fyrir fyrstu barneign í lausaleik væru
prestar settir af þrjá sunnudaga, aðrir viljað víkja þeim frá í þrjá
mánuði fyrir fyrsta athæfi af því tagi, sex mánuði fyrir annað
skiptið og tólf fyrir það þriðja en „fyrir hórdóm" yrðu þeir sviptii'
kjól og kalli „nema yfirvaldið gerði þar á meiri miskunn".71 Mál-
inu var skotið til höfuðsmanns; hann úrskurðaði að fyrir fyrsta
hórdómsbrot skyldi prestur missa kall og embætti, aldrei fá kallið
aftur en embættið ef hann væri náðaður, þó ekki fyrr en að þrem-
ur árum liðnum.72 A það féllust biskupar og lögmenn svo þeir
„hefðu vissugrein fyrir sér í slíkum tilfellum, þar til kongur gerði
vissa skikkan hér á".73 Oddur „tók" samt „ei strángt á þessu um
það leyti, því þá fæddist hans yngri laundóttir Bergljót", segir Jón
Halldórsson.74 Hann ýjar þar að linkind hjá biskupi. Ef Oddur
samdi Qualiscunque descriptio Islandiae hefur hann bætt gráu
ofan í svart í tvískinnungi sínum í kvennamálum.
I fimmta lagi hefur Oddur Einarsson ekki endilega litið ölmusu-
menn sömu augum og gert er í Qualiscunque:
Þannig eru hinir, sem betur eru settir og án afláts eru knúnir til
hjálpar upp á skjólleysi og beiningar slíks fjölda, undirlagðir
mikilli örtröð, svo að þessi farandlýður og dreggjar almúgans
má með sanni kallast það farg, sem mæðir á jörð vorri, og sú vá,
sem steðjar að staðfestu vorri. Annars ættu yfirvöld að beita
valdi sínu og reka svona menn upp úr dáðleysinu og sinnuleys-
70 Sama rit, bls. 172, skáletrun er mín, E.S.
71 Sama rit, bls. 173.
72 Sama rit, bls. 173.
73 Sama rit, bls. 173.
74 Sama rit, bls. 173.