Saga - 2003, Side 116
114
EINAR SIGMARSSON
talin glötuð áður en Fritz Burg gat þess til að hún væri í Cod.
Hamb. hist. 259 4to, handritinu sem fannst í Hamborg.89
Sigurður Stefánsson hefur verið talinn fæddur um 1570 eða
nokkru fyrr.90 Hann ólst sennilega upp í Gaulverjabæ í Flóa og
Odda á Rangárvöllum og lærði í Skálholti. Síðan hélt hann utan til
náms í Hafnarháskóla og var þar vísast árið 1593.91 „Hann hefur
verið hér, segir bók herra Odds sál. [: sáluga], beztur poéta og
Musicus, kunni og málverk", svo vitnað sé í uppskrift Odds
Eiríkssonar (1640-1719) frá 1694 eftir skólameistaratah afa hans,
Odds biskups Einarssonar.921 skrá um bókasafn Peders Hansens
Resens (1625-1688), prófessors við Hafnarháskóla, og Sciagraphid
historiæ literariæ Islandicæ frá 1777, íslenskri bókmenntasögu eftir
Hálfdan Einarsson (1732-1785), rektor Hólaskóla, er Sigvuður sagð-
ur höfundur að verki á latínu um íslenska stafsetningu, Discursus
de vera lingvæ Islandicæ scriptione, en það er nú glatað.93 Honum
„Two Cartographers. Guðbrandur Thorláksson and Thórður Thorláks-
son", bls. 8-9, og Burg, „Einleitung", bls. i-ii.
89 Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands I, bls. 203-205. - Halldór
Hermannsson, „Icelandic Books", bls. 43. - Páll Eggert Ólason, Menn og
menntir IV, bls. 291.
90 Sbr.: Páll Eggert Ólason, Saga íslendinga IV, bls. 379. - Aftan á norðurhafa-
kortinu í Grænlandsriti Björns Jónssonar stendur að Sigurður Stefánsson
hafi gert það 1570. Það ártal hefur verið talið misritun fyrir 1590 því sam-
kvæmt ártíðaskrá Reynivalla dó Stefán Gíslason, faðir Sigurðar, 28. febrú-
ar 1615, á sjötugusta aldursári, sbr.: íslenzkar ártíðaskrár eða Obituaria Island-
ica, bls. 180-181. - Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands I, bls. 204,
nmgr. 3. - Burg, „Einleitung", bls. ii. - Stefán virðist því fæddur 1546, tutt-
ugu og fjögurra ára gamall árið 1570 og sonurinn Sigurður þá tæpast kom-
inn í Hafnarháskóla.
91 Skólameistarar I, bls. 83, nmgr. 2. - Bjarni Jónsson frá Unnarholti, íslenzkir
Hafnarstúdentar, bls. 6. - Sjá líka: Páll Eggert Ólason, Saga íslendinga IV, bls-
379, og sami, íslenzkar æviskrár IV, bls. 267-268.
92 Skólameistarar I, bls. 212-213.
93 Petri Johannis Resenii Bibliotheca Regiæ Academiæ Hafniensi donata cui præfixa
est ejusdem Resenii vita, bls. 318. - Samtíningur Jóns Sigurðssonaf
(1811-1879) um íslensk verk í skrá Resens, Lbs. JS 329 4to, bls. 79. - Hálf'
dan Einarsson, Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ, bls. 15. - Lítið er vit'
að um efnið í Discursus de vera lingvæ Islandicæ scriptione, sbr.: Jón Þor-
kelsson, Om Digtningen pd lsland i det 15. og 16. Árhundrede, bls. 432, og PáU
Eggert Ólason, Saga íslendinga IV, bls. 376 og 381. - Jón Helgason telur ekki
síður liklegt að verkið hafi fjallað um leturgerð en stafsetningu. Jón Helga'
son, Jón Ólafssonfrá Grunnavík, bls. 73 og 337.