Saga - 2003, Qupperneq 117
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
115
hefur líka verið eignað rit sem hugsanlega kom út Höfn árið 1593,
Árgumenta singulorum capitum librorum Samuelis.94 Sigurður varð
skólameistari í Skálholti 1595, að talið er, en snemma vetrar kom
hann ölvaður að Brúará, sofnaði á bakkanum, valt ofan í og
drukknaði.95 Hann var ókvæntur og barnlaus.96
Fleiri hafa eignað Sigurði íslandslýsingu en Þórður Þorláksson,
dæmis Hálfdan Einarsson í Sciagraphia historiæ literariæ Is-
hndicæ.97 Jakob Benediktsson getur þess ekki hverjir hafi gert það
eri rekur það til ummæla Þórðar.98 Hann treystir ekki Þórði, telur
«eins víst" að um sé að ræða „misminni eða rughng á ritum".99
Formóður frændi hans hafi ekki vitað hver höfundurinn væri,
hvorki árið 1662 né 1664, og engin merki séu um hið gagnstæða í
emu varðveittu uppskriftinni:
^ú hefur Þórður orðið að sjá íslandslýsingu þessa hjá Þormóði
veturinn 1663-4, því að sumarið 1664 flyst Þormóður til Noregs,
°g Þórður fer sama sumar til Þýskalands og er þar þangað til á
94 Worm, Fors0g til et Lexicon over danske, norske og islandske lærde Mænd II, bls.
428-429. - Líklega á Hálfdan Einarsson við Argumenta þegar hann segir að
Sigurður hafi snúið Samúelsbókum í latnesk ljóð. Hálfdan Einarsson, Scia-
graphia historiæ literariæ Islandicæ, bls. 61 og 93. - Til hliðsjónar má vísa á
Jón Þorkelsson, Om Digtningen pá Island i det 15. og 16. Árhundrede, bls.
431-432; Halldór Hermannsson, „Icelandic Books of the Sixteenth Century
(1534-1600)", bls. 42-43; Páll Eggert Ólason, Saga íslendinga IV, bls. 379.
95 Um sviplegan dauðdaga Sigurðar er stuðst við frásögn Jóns Halldórssonar:
Skólameistarar I, bls. 83-84. - Frásögn Jóns hefur verið talin traustasta heimild-
inþar um en hviksögur spunnust um hvemig dauða Sigurðar hefði borið
að höndum, ekki síst sú að álfar hefðu ráðið honum bana í hefndarskyni
fyrir það hvað hann hefði verið bersögull um þá. ÞÍ. Hannes Þorsteinsson,
"Æfir lærðra manna LIV". - Sums staðar segir að Sigurður hafi drukknað
1594; Hannes Þorsteinsson (1860-1935) andmælir því þar sem Oddurbisk-
UP Einarsson telji hálfbróður sinn, Gísla, „hiklaust næstan á eptir Sigurði"
°g segir það „víst" að Gísli hafi verið „skólameistari að eins [suo!] veturinn
1595-1596". Skólameistarar I, bls. 83, nmgr. 1, sjá líka bls. 212-213 og 221.
5 Bjami Jónsson frá Unnarholti, íslenzkir Hafnarstúdentar, bls. 6. - Páll Eggert
^ Ólason, íslenzkar æviskrár IV, bls. 268.
Hálfdan Einarsson, Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ, bls. 148.
Sbr.: Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Island-
lae?", bls. 98.
99 Jakob Benediktsson, „Formáli", bls. 7, sjá líka bls. 6. - í Nordælu 1956 kveð-
ur hann aðeins fastar að orði; segir þar „sennilegast að hér sé um misminni
eða rugling á ritum að ræða". Jakob Benediktsson, „Hver samdi
Qualiscunque descriptio Islandiae?", bls. 99.