Saga - 2003, Qupperneq 118
116
EINAR SIGMARSSON
útmánuðum 1667 að hann kemur til Kaupmannahafnar. En
einmitt 1664 er uppskrift P. [: Peders] Syvs gerð eftir handriti
Þormóðar, og enginn þekkir þá höfundinn. Það er því næsta
ólíklegt að Þórður hafi fengið nokkra frekari vitneskju um Qdl
frá Þormóði á þessum árum, og ekki er heldur sennilegt að Árni
Magnússon hefði verið alls ófróður um höfund ritsins ef Þor-
móði hefði verið kunnugt um hann.100
Hér þarf að athuga eitt og annað. Þórður kom til Kaupmanna-
hafnar vorið 1667 og hlaut magistersnafnbót við háskólann þar 27.
júní sama ár.101 Jón Samsonarson bendir á að Árni Magnússon hef-
ur hripað á hjálagðan miða í handritinu AM 219 8vo að Þormóður
hafi komið til Hafnar vorið 1667 og dvalið þar fram á vor 1668!02
Jón beinir líka sjónum að áritun í AM 862 4to, handriti með einu
verki Þormóðar, Series Dynastarum et Regum Daniæ; þar segir að
Þórður hafi fengið eintakið að gjöf frá höfundi í Höfn árið 1667!03
Jón vekur sömuleiðis athygli á þeim orðum Árna Magnússonar í
AM 219 8vo að Þormóður hafi verið „interpres Mag. Þordar hiá
Canceller Peter Retz" árið 1668!04 Þá sóttist Þórður eftir biskups-
100 Jakob Benediktsson, Lærdómslistir, bls. 88. - Sami texti er í Nordælu 1956
þótt með annarri stafsetningu sé, sbr.: Jakob Benediktsson, „Hver samdi
Qualiscunque descriptio Islandiae?", bls. 99.
101 Biskupasögur ]óns prófasts Hal[l]dórssotiar t Hítardal I, bls. 310. - Páll Eggert
Ólason, Saga íslendinga V, bls. 178. - Jón Halldórsson segir að Þórður hafi
haldið til Hafnar árið 1663, sbr. Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórsson-
ar í Hítardal I, bls. 309. - í sama streng tekur Páll Eggert Ólason, Saga
íslendinga V, bls. 177. - Bjarni Jónsson frá Unnarholti (1872-1948) telur rétt-
ara að hann hafi farið utan 1664, hvað sem hann hefur fyrir sér um það.
Bjami Jónsson frá Unnarholti, íslenzkir Hafnarstúdentar, bls. 31, nmgr. 2.
102 AM 219 8vo, bl. 45 og 49r. - Sbr.: Jón Samsonarson, „Nokkur rit frá 16-
og 17. öld um íslenzk efni", bls. 233, nmgr. 2. - Sjá líka Árni Magnússons
Levned og Skrifter II, bls. 132. - Að vísu telur Jón Eiríksson konferensráð
(1728-1787) að Þormóður hafi komið til Kaupmannahafnar í apríl 1666 og
Árni farið áravillt. Jón kveðst þar styðjast við tvö sendibréf. í öðru, til kon-
ungs frá 18. desember sama ár, segist Þormóður hafa verið níu mánuði í
Höfn en fimmtán í hinu, frá 26. júlí 1667 til Ulriks Frederiks Gyldenloves
(1638-1704). Jón Eiríksson, „Thormod Thorfesens Biographie, fortsat", bls-
23, einkum nmgr. b.
103 í handritinu segir orðrétt (á latínu): „Theodoms Thorlacius possidet | eX
donatione Autoris. Hafn: 1667". AM 862 4to. - Til hliðsjónar vísast á Jón
Samsonarson, „Nokkur rit frá 16. og 17. öld um íslenzk efni", bls. 233-234-
104 Tilvitnunin er tekin beint upp úr AM 219 8vo, bl. 48r. - Sbr. lika: Jón Sam-
sonarson, „Nokkur rit frá 16. og 17. öld um íslenzk efni", bls. 233-234. - Hall-