Saga - 2003, Side 119
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
117
enibætti og fékk 15. júní 1669 vonarbréf hjá konungi til að verða
varabiskup í Skálholtsstifti og síðan eftirmaður Brynjólfs Sveins-
s°nar.105 Sama sumar dvaldi Þórður hjá Þormóði á Stangarlandi í
Noregi.ioö Jafnframt er vitað að þeir skrifuðust á, að minnsta kosti
eftir að Þórður varð biskup.107 Árið 1666 sendi Þórður frá sér ís-
landslýsingu með sögulegu ívafi, Dissertatio chorographico-historica
Islandia. Þar virðist hvergi vísað í Qualiscunque eða nokkra ís-
landslýsingu eftir Sigurð Stefánsson eða Odd Einarsson;108 ef til
'ftll átti Þórður þá eftir að sjá íslandslýsinguna hjá Þormóði. Auð-
vitað má undrast að Árni Magnússon skuh hafa verið grunlaus
Urn ftver væri höfundur Quahscunque en á móti kemur að þeir
ftormóður kynntust ekki fyrr en í Höfn 1688.109 Árni dvaldi hjá
ft°num nokkrar vikur á Stangarlandi árið eftir.110 Frá 1688-1702
eru varðveitt rösklega 140 sendibréf þeirra í millum en ekki virð-
lst þar minnst á íslandslýsingar.111 Árið 1706 sendi Þormóður frá
Ser verkið Gronlandia Antiqva, seu Veteris Gronlandiæ Descriptio og
Vlrðist ekki hafa séð neitt athugavert við að nefnt norðurhafakort
vaeri prentað þar ásamt ummælum Þórðar um Sigurð.112 Það er hugs-
anlegt að á árunum 1664-1669 hafi Þormóður orðið nokkurs vís-
105
106
107
108
109
110
dór Hermannsson (1878-1958) segir að Þormóður hafi haldið til Hafn-
ar, „aðallega til þess að styðja Þórð [...] til biskupsdóms í Skálholti, að því
sem sagt er", en vísar ekki í heimildir. Halldór Hermannsson, „Þormóður
Torfason", bls. 49, sjá líka bls. 48.
Biskupasögur Jóns prófasts Haljljdórssonar í Hítardal I, bls. 310. - Páll Eggert
Ólason, Saga íslendinga V, bls. 178. - Sami, íslenzkar æviskrár V, bls. 122-123.
~ 20. maí 1670 fékk Þórður staðfestingarbréf hjá Kristjáni fimmta
(1646-1699) fyrir því að hann yrði varabiskup í Skálholtsstifti.
AM 96 8vo, bl. 52r-52v. - Jón Halldórsson segir líka að Þórður hafi sótt
Þormóð heim á Stangarland en tilfærir ekki heimildir, sbr. Biskupasögur
Jóns prófasts Haljljdórssonar í Hítardal I, bls. 309-310. Það var árið 1669, segir
Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár V, bls. 123.
Sbr.: Kálund, „Fortale", bls. xiii.
Sbr.: Þórður Þorláksson, ísland. Stutt landlýsing og söguyfirlit.
Kálund, „Fortale", bls. xii. - Halldór Hermannsson, „Þormóður Torfason",
bls. 55.
Sbr.: K&lund, „Fortale", bls. xiii. - Halldór Hermannsson, „Þormóður Torfa-
son", bls. 55.
Sbr.: Arne Magnusson. Breweksling med Torfæus (Þormóður Torfason).
1 Sbr.: Þormóður Torfason, Gronlandia Antiqva, Jeu Veteris Gronlandiæ
Descriptio, tab[ula] II.