Saga - 2003, Síða 120
118
EINAR SIGMARSSON
ari um höfund Qualiscunque og greint Þórði frá því, að minnsta
kosti er það ekki eins fráleitt og Jakob Benediktsson telur.
Samt stendur ekki aftan á norðurvegakortinu að Þormóður sé
heimildarmaður Þórðar, aðeins að hann minnist þess að hafa séð
hjá honum íslandslýsingu. Ef til vill hefur hann fengið pata af því
eftir öðrum leiðum hver væri höfundur hennar, til dæmis hjá vin-
inum sem útvegaði honum rit Sigurðar um yfirnáttúrulegar vætt-
ir árið 1668 en þá um sumarið skrapp hann til Islands.113 Hér er
vert að skyggnast yfir lífshlaup Þórðar fram til 1669, frændgarð
hans og vinahóp. Hann var sonur Þorláks biskups Skúlasonar
(1597-1656) og Kristínar (1610-1694), dóttur Gísla lögmanns
Hákonarsonar í Bræðratungu (1583-1631). Á uppvaxtarárunum
var hann ýmist í föðurgarði á Hólum í Hjaltadal eða í fóstri hjá
frænda sínum, Hallgrími Guðmundssyni, lögréttumanni í Gröf á
Höfðaströnd (f. um 1580, á lífi 1668).114 Hann útskrifaðist úr
Hólaskóla 1656, lauk guðfræðinámi frá Hafnarháskóla 1658 (varð
þá attestatus) og var síðan rektor Hólaskóla 1660-1663.
Þorlákur faðir Þórðar ólst upp á Hólum undir verndarvæng
móðurafa síns, Guðbrands Þorlákssonar, og gekk þar í skóla.115
Hann stundaði nám við háskólann í Kaupmannahöfn 1616-1619,
var skólameistari á Hólum 1619-1620,1621-1625 og 1626-1627, og
biskup þar frá 1628 til dauðadags.116 Hann hefði frekar komist að
því hver væri höfundur Qualiscunque ef sá hefði verið norðlensk-
ur og skrifað hana að undirlagi Guðbrands en ef hann hefur verið
sunnlenskur og skrifað hana án samráðs við Hólabiskup. Þegar
Þorlákur kvæntist Kristínu Gísladóttur var Oddur biskup Einars-
son „talsmaður" hans.117 Það bendir til að þeir tveir hafi átt fleira
saman að sælda; samt var Þórður ekki á því að Oddur væri höf-
undur íslandslýsingarinnar sem hann sá hjá Þormóði.
Vigfús Gíslason (1608-1647) úr Bræðratungu var mágur Þorláks
og móðurbróðir Þórðar. Hann lauk námi frá Skálholtsskóla 1624,
113 Sbr.: Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 310. - Páll
Eggert Ólason, Saga íslendinga V, bls. 178.
114 Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I. bls. 309-347. - Páll
Eggert Ólason, Saga íslendinga V, bls. 177-178.
115 Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal II, bls. 80-107. - Páll
Eggert Ólason, Islenzkar æviskrár V, bls. 166.
116 Sömu heimildir.
117 Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 196. - Sbr. líka
Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal II, bls. 104^105.