Saga - 2003, Side 121
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
119
var skráður í háskólann í Kaupmannahöfn 6. apríl 1625, skóla-
nieistari á Hólum 1628-1630 og í Skálholti 1630-1632.118 Hugsan-
lega hefur Vigfús komist á snoðir um hver væri höfundur
Qualiscunque, ekki síst ef það var Sigurður Stefánsson því frá
1635 til dauðadags 1647 var hann kvæntur Katrínu Erlendsdóttur
(1612-1693); hún var dóttir Salvarar/Sólvarar Stefánsdóttur frá
Odda (f. um 1570) og þar með systurdóttir Sigurðar.119
Sumarið 1628 urðu Vigfús og Þorlákur, þá nývígður til biskups,
samskipa til Islands. „Féll þá inn mægðahugur með þeim", segir
Jón Halldórsson í Hítardal.120 Á Alþingi 29. júní 1631, eftir fráfall
Odds Einarssonar, var Gísli sonur hans kjörinn til biskups en það
hófst ekki mótbárulaust. Vigfús, þá rektor í Skálholti en mjög ung-
Ur að aldri, „virtist", að sögn Jóns Halldórssonar, „mörgum vel til
fallinn, sérdeilis þeim, sem nóg þótti um svo fljótan uppgang
Odds biskups sona, er sá eini var orðinn lögmaður, en hinn annar
allareiðu kosinn til biskups. Fengu því vandamenn og vinir Bræðra-
tungufólks mjög orð fyrir það, að mótfallið hefðu kosningu séra
Oísla, og biskupinn h[erraj Þorlákur gert sig helzt opinskáran
[suo/] í því".121 Það má líka túlka sem vinarbragð við Vigfús og
frekari vísbendingu um að þeir Þorlákur hafi verið nákomnir.
Gísli (um 1637-1673), sonur Vigfúsar og Katrínar Erlendsdóttur,
var sömu kynslóðar og Þórður, innritaður í Hafnarháskóla vorið
1659 og dvaldist fjögur ár ytra.122 Árin 1663-1667 var hann skóla-
118 Skólameistarar I, bls. 119-122 og 194. - Bjami Jónsson frá Unnarholti,
Islenzkir Hafnarstúdentar, bls. 17. - Páll Eggert Ólason, Saga íslendinga V,
bls. 221. - Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár V, bls. 48.
119 Sbr. Lbs.-Hbs. „Ættatolubækur Jóns Espólíns Sýsslumanns" IV, dálkur
3173. - Skólameistarar I, bls. 79-80 og 121-122. - Biskupasögur Jóns prófasts
Halldórssonar í Hítardal II, bls. 125. - Bjarni Jónsson frá Unnarholti,
Islenzkir Hafnarstúdentar, bls. 17. - Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár I,
bls. 434. - Sami, íslenzkar æviskrár IV, bls. 319. - í fimmta bindi æviskránna
segir Páll að móðir Katrínar hafi verið dóttir séra Stefáns Gíslasonar í
Odda en heitið Sólvör (ekki Salvör), sbr.: sami, íslenzkar æviskrár V, bls. 48.
120 Skólameistarar I, bls. 120, sjá líka bls. 119.
121 Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal II, bls. 83-84. - Á Alþingi
sama ár, 1631, kom upp hlutur Árna, bróður Gísla, í lögmannskjöri sunn-
anlands og austan eftir fráfall Gísla í Bræðratungu; „þókti ýmsum nóg um
skjótan uppgang þeirra bræðra, sona Odds byskups", segir Páll Eggert
Ólason, Saga íslendinga V, bls. 110-111.
122 Bjarni Jónsson frá Unnarholti, íslenzkir Hafnarstúdentar, bls. 32.