Saga - 2003, Qupperneq 122
120
EINAR SIGMARSSON
meistari á Hólum, sigldi síðan aftur utan og hlaut magistersnafn-
bót við Hafnarháskóla 8. júní 1669. Þeir Þórður hafa sennilega þekkst
en báðir höfðu þeir augastað á sömu vegtyllu, biskupsdómi í Skál-
holti. Jón Samsonarson hefur leitt að því rök að Gísh hafi hugsan-
lega aukið og endurbætt rit um yfirnáttúrulegar vættir eftir
ömmubróður sinn, Sigurð Stefánsson.123 Ef til vill hefur hann sagt
Þórði að eftir Sigurð lægi Islandslýsing en fleiri koma til greina,
ekki síst Vigfús (1647-1670), sonur Hákonar sýslumanns Gíslason-
ar (1614-1652) í Bræðratungu, nafni og bróðursonur Vigfúsar
sýslumanns. Hann stundaði nám í Skálholti 1660-1666 og var á
Islandi sumarið 1668, þegar Þórður kom þangað og varð sér úti
um eintak af verki Sigurðar um yfirskilvitleg efni.124 Sumarið eftir
dvöldu þeir samtímis hjá Þormóði á Stangarlandi.125 Ymsir vinir
og vandamenn Þórðar voru því í aðstöðu til að komast að því hver
hefði samið Qualiscunque descriptio Islandiae; það er að minnsta
kosti varhugavert að vísa á bug vitnisburði hans um höfundinn.
AÖ eigna sér verk annars manns
Sjöimdu rökin gegn því að Oddur Einarsson sé höfundur Qualis-
cunque eru fólgin í áleitinni spurningu: Hvers vegna komst verk-
ið ekki á prent á sextándu eða sautjándu öld? Að vísu urðu mörg
handrit Odds og bækur eldi að bráð en ekki fyrr en 24. febrúar
1630, á dánarári hans.126 Hann hefði varla átt í teljandi vandkvæð-
um með að láta Qualiscunque á þrykk út ganga enda biskup frá
1589 til dauðadags. Jakob telur að hann hafi orðið afhuga því þeg-
ar Brevis commentarius de Islandia kom út í Höfn vorið 1593 - tann-
123 Jón Samsonarson, „Nokkur rit frá 16. og 17. öld um íslenzk efni", bls.
227-229 og 238-261.
124 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, „Æfir lærðra manna LIX". - Páll Eggert Ólason,
íslenzkar æviskrár V, bls. 50.
125 Sbr. AM 96 8vo, bl. 52r-52v.
126 Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 195-196 og 198. -
Á fyrsta embættisári Odds, 1589, varð líka eldsvoði í Skálholti en grandaði
ekki neinum ritverkum svo getið sé. Að minnsta kosti segir Einar Sigurðs-
son, biskupsfaðir, í Æfisagnaflokki sínum, ortum 1616: „áttatíu nauta, /
nóg vetrarbjörg, / hey þar brunnu / öll til ösku". Einar Sigurðsson,
„Æfisöguflokkur", bls. 78. - Jón Halldórsson segir sömuleiðis að þá hafi
fuðrað upp „öll heyin í Skálholtí, að sögn LXXX kúafóður". Biskupasögur
Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal 1, bls. 170, sjá líka bls. 196.