Saga - 2003, Side 124
122
EINAR SIGMARSSON
kennd íslandslýsing í handriti (Cypriani Capsa. Ordo 4, nr. 4).132
Jakob Benediktsson telur að það eintak hafi komist þangað árið
1620 með fleiri handritum Arilds Huitfeldts (1546-1609) enbrunn-
ið 1728.133 Peder Hansen Resen hefur notað það í Islandslýsingu
sinni í Atlas Danicus, sjöunda bindþ134 en þar er þrjátíu og níu
sinnum vísað til Odds. Atján sinnum vísar Resen í Islandslýsingu
sem hann segist ekki vita hver samdi og kallar því Anonymus Is-
landus: ,Handrit í minni eigu eftir Islending nokkum, ónefndan.'135
Fritz Burg bendir réttilega á að það sé Qualiscunque og að Resen
hefði allt eins getað sótt þangað flestar tilvísanir sínar í Odd; rit
biskupsins hafi aðeins verið Qualiscunque, endursamin með ein-
hverju móti.136 Jakob Benediktsson telur það sömuleiðis samið
upp úr Qualiscunque, aðallega náttúmlýsingunni (fyrsta þættin-
um), en nokkuð breytt og aukið frá hendi Odds - „eins konar
hreinskrift".137 Tvívegis vísar Resen í náttúmlýsinguna í eldri gerð
Qualiscunque en Jakob skýrir það svo að biskupinn hafi „fellt eitt-
hvað niður" í hreinskriftinni.138 Viðbætur Odds megi síðan marka
af því að fjórar tilvísanir Resens í hann séu fyllri en samsvarandi
132 í skránni segir á latínu: „Descriptio Islandiæ ab Ottone Enero Islando
confecta". Om Kjebetihavns Universitetsbibliothek fer 1728, især dets Hdnd-
skriftsamlinger, bls. 152, sjá líka bls. 144.
133 Jakob Benediktsson, „Om kildeme til Resens Islandsbeskrivelse", bls.
162-163. Sú grein er endurprentuð í afmælisriti Jakobs, Lærdómslistum, bls.
1-20. - Sami, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?", bls.
107-108. - Sami, „Formáli", bls. 12. - Sami, „Inngangur", bls. 35.
134 Sbr.: Resen, íslandslýsing, bls. 64. - f latneska textanum segir: „Otto Enarius
quondam Is | landiæ Episcopus, in descriptione hujus terræ, | cujus
exemplum manuscriptum est in Bibliotheca |Academiæ Hauniensis". Kgl.
bibl. NKS 1087 fol., bls. 10.
135 Lausleg þýðing mín, E.S. - Latneski textinn hljóðar svo: „Anonymi cujus-
dam | Islandi codex quem possideo". Kgl. bibl. NKS 1087 fol., bls. 11.
136 Burg, „Einleitung", bls. xi.
137 Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?",
bls. 106. - Sami, „Formáli", bls. 11-12. - Sbr. líka: sami, „Om kilderne til
Resens Islandsbeskrivelse", bls. 161-173, einkum bls. 172. - Fyrsti hluti
Qualiscunciue nær yfir bls. 1-24 í útgáfu Fritz Burgs á latneska textanum
(Qualiscunque) og bls. 27-64 í íslenskri þýðingu Sveins Pálssonar (íslands-
lýsing).
138 Jakob Benediktsson, „Inngangur", bls. 37. - Sjá: Kgl. bibl. NKS1087 fol., bls.
11 og 97-98. - Kgl. bibl. NKS 1088 a fol., bls. 12 og 134. - Resen, íslandslýs-
ing, bls. 65-66 og 163-164.