Saga - 2003, Page 125
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
123
staðir í Qualiscunque139 og að fimm aðrar eigi sér þar enga sam-
svörun.140
Jakob telur að Oddur hafi „ætlað sér að fylla þá eyðu sem Arn-
grímur lærði skildi eftir í Brevis commentarius, þar sem harla lít-
ið fór fyrir beinni náttúrulýsingu landsins" og „sennilegast" sent
hreinskriftina „einhverjum vinum sínum í Kaupmannahöfn til at-
hugunar eða útgáfu".141 Arngrímur hafi ef til vill fengið veður af
fyrirætlan biskups því í Crymogæu, sem kom út árið 1609, kemst
hann svo að orði: „En staðfræði og náttúrulýsingu svo og önnur
einkenni eyjarinnar læt ég öðrum eftir að skrifa um, svo sem lýs-
ingu á náttúrlegum og yfirnáttúrlegum fyrirbærum".142
Hér má hreyfa mótbárum. Resen átti sjálfur handrit með Is-
landslýsingunni þar sem ekki er getið höfundar (Qualiscunque)143
þótt ekki komi það fram í skrá um bókasafn hans frá sjöunda ára-
tug sautjándu aldar. Það er ekki fráleitt að hann hafi áttað sig á að
Oddur styddist við hluta af Qualiscunque en hafi talið vísinda-
legra að vísa í breytta og aukna gerð náttúrulýsingarinnar, til
dæmis á nokkurn veginn samhljóða stöðum og ekki síst stöðum
sem umskrift Odds hefði umfram Qualiscunque. Um leið gat
hann borið fyrir sig látinn mann sem hann og fleiri kunnu deili á,
hiskup í Skálholti. Textinn hefði enn frekar breyst í meðförum
tveggja manna en eins vegna þess að tveir verða frekar missaga
Um sama efni. I Qualiscunque segir að gosið hafi í Trölladyngjum
arið 1356,144 sem talið er nærri sanni, en Resen hefur eftir Oddi að
t39 Sjá: Burg, „Einleitung", bls. xii-xiii.
t40 Jakob Benediktsson, „Inngangur", bls. 36-38. - Sjá: Kgl. bibl. NKS 1087 fol.,
bls. 126,185,194, 206 og 226. - Kgl. bibl. NKS 1088 a fol., bls. 174-175, 271,
284-285, 302-303 og 334-335. - Resen, íslandslýsing, bls. 193-194, 257, 264,
280 og 296 ásamt neðanmálsgreinum.
t41 Jakob Benediktsson, „Formáli", bls. 11-12.
t42 Arngrímur Jónsson, Crymogæa, bls. 86, hér er felld niður tölusett tilvísun í
neðanmálsgrein Jakobs Benediktssonar um að ef til vill eigi Arngrímur hér
við „Islandslýsingu Odds biskups Einarssonar", E.S. - Latneski textinn
hljóðar svo: „Topographica autem cum loci natura atque alijs insulæ
adjunctis, quæ in sequentibus non tacta fuerint, alijs scribenda relinquo:
utpote rerum sive Physicarum sive hyperphysicarum". Amgrímur Jóns-
son, „Crymogaea sive remm Islandicarum libri III", bls. 20.
143 Kgl. bibl. NKS 1087 fol., bls. 11. - Kgl. bibl. NKS 1088 a fol., bls. 12. - Resen,
íslandslýsing, bls. 65.
t^4 Qualiscunque, bls. 10. - íslandslýsing, bls. 41—43.