Saga - 2003, Qupperneq 126
124
EINAR SIGMARSSON
eldsumbrot hafi orðið þar árið 1365145 en hvort það var biskupinn
sem víxlaði tveimur síðustu stöfunum í ártahnu er erfitt að segja
til um. Það getur líka hugsast að það hafi verið Johan Brunsmand
(1637-1707), maður sem Resen lét stytta og endurskoða Atlas
Danicus á árunum 1684-1687. Annað af tveimur helstu hand-
ritunum með henni (NKS 1087 fol.) er eingöngu með hendi
Brunsmands, að talið er.146 Hitt (NKS 1088 a fol.) hafa aðrir skrifað
en talið er óyggjandi að Resen hafi sjálfur lesið það yfir.147 í
Quahscunque segir að árið 1397 hafi menn í Guðmundarlóni heit-
ið á „heilagan Þorlák, forðum Skálholtsbiskup," sér til fulltingis148
en Resen hefur eftir Oddi að í kaþólskum sið hafi íslendingar til-
beðið Þorlák Runólfsson (1086-1133), Skálholtsbiskup, og segir á
öðrum stað í Islandslýsingu sinni að Þorlákur sá hafi verið kallað-
ur hinn helgi án þess að tilfæra fyrir því heimildir.149 í öh skiptin
virðist nærtækara að átt sé við Þorlák Þórhahsson (1133-1193),
Skálholtsbiskup, en bein hans voru tekin úr jörðu 1198 og dánar-
dægur hans, 23. desember, lögleitt á Alþingi sem messudagur árið
eftir - hins aldrei. Ef átt er við þann yngri í eldri gerð Quahscunque
væri mistúlkunin annaðhvort runnin frá Oddi eða Resen. Resen
vísar mjög á Odd í Heklulýsingum sínum og segir á tveimur stöð-
um að hún hafi gosið árið 1588 en í hvorugt skiptið tilfærir hann
heimildir.150 Hið rétta er að hún gaus tvisvar á sextándu öld, 1510
og 1597, eins og áður er getið. í eldri gerð Quahscunque segir að
„varla" sé nokkur maður hfs „er séð hafi reyk úr Heklu, því síður
heyrt sjálfar hamfarirnar".151 Jakob Benediktsson giskar á að
„1588" sé villa fyrir 1597, komin úr hreinskrift Odds.152 Ef svo er
145 Kgl. bibl. NKS 1087 fol., bls. 50. - Kgl. bibl. NKS 1088 a fol., bls. 67. - Resen,
íslandslýsing, bls. 109.
146 Jakob Benediktsson, „Om kilderne til Resens Islandsbeskrivelse", bls.
161-162.
147 Sama rit, bls. 162.
148 íslandslýsing, bls. 118, sjá líka bls. 117. - f latneska textanum segir: „Diuum
Thorlacum, olim superintendentem Schalholtiæ". Qualiscunque, bls. 59.
149 Kgl. bibl. NKS 1087 fol., bls. 126 og 127. - Kgl. bibl. NKS 1088 a fol., bls.
174-175 og 176-177. - Resen, íslandslýsing, bls. 193-194 og 196-197.
150 Kgl. bibl. NKS 1087 fol., bls. 45 og 49. - Kgl. bibl. NKS 1088 a fol., bls. 59 og
65. - Resen, íslandslýsing, bls. 103 og 108.
151 íslandslýsing, bls. 43. - Qualiscunque, bls. 11.
152 Resen, Islandslýsing, bls. 103, nmgr. 6.