Saga - 2003, Qupperneq 128
126
EINAR SIGMARSSON
í Skálholti, hafi upphaflega samið fjóra kafla í verkinu ldea
Historiae Literariae Islandorum (Hugmynd um bókmenntasögu
Islendinga) en Nicolaus Petrus Sibbern (1684—um 1729), prestur
við höll Danakonungs í Gluckstadt í Holstein, umskrifað þá og
aukið og haft hljótt um hlut Islendingsins.159 Að minnsta kosti
segir á titilsíðu frumútgáfunnar frá 1760 að Sibbern hafi tekið
verkið saman án þess að Jóns sé þar að nokkru getið. í íslandslýs-
ingu sinni vísar Resen í rit sem hann kallar Tractatus de geniis et
spectris (Ritgerð um anda og svipi) og eignar Gísla Vigfússyni; það
gæti hins vegar verið aukin umskrift Gísla á verki Sigurðar Stefáns-
sonar.160 Með öðrum orðum: Það kemur til greina að Resen hafi
hlunnfarið íslenskan latínumann um heiðurinn að frumgerð
Qualiscunque - og jafnvel að fleiri verkum.
Niðurstöður
Hér hafa verið settar fram efasemdir um að Oddur Einarsson sé
höfundur Qualiscunque descriptio Islandiae; í staðinn leitt að því
getum að hann hafi umskrifað og aukið fyrsta þátt hennar (nátt-
úrulýsinguna) en látið liggja í þagnargildi hver höfundurinn væri.
Síðari þættina lét hann að mestu eiga sig, að því er virðist. Á því
gætu verið ýmsar skýringar. Ölmusumenn eru þar snupraðir þótt
Oddur léti veita þeim beina og hart er þar deilt á kynferðislega
lausung en biskup átti sjálfur tvær laundætur. Þá er ráðamönnum
á íslandi þar brigslað um spillingu í embættisveitingum - nokkuð
sem Oddur var sjálfur vændur um. Hugsanlega hefði Sigurður
Stefánsson sent valdsmönnum slíkar hnútur eftir að faðir hans,
Stefán Gíslason, varð naumlega undir í biskupskjöri 1588, aðal-
lega fyrir íhlutun Guðbrands Þorlákssonar. Stefán og Árni bróðir
hans (um 1549-1621) fóru í vísitasíu um Austfirði árið 1585 fyrir
föður sinn, Gísla biskup Jónsson.161 Ef til vill var Sigurður með í
159 Gottskálk Þ. Jensson, „Hugmynd um bókmenntasögu íslendinga".
160 Sjá: Kgl. bibl. NKS 1087 fol., bls. 190, 202-208, 218, 221-222 og 226. - Kgl.
bibl. NKS 1088 a fol., bls. 279, 297-305, 320-322, 326-328 og 334-335. -
Resen, íslandslýsing, bls. 259, 275-281, 288-289, 292-293 og 296. - Til hlið-
sjónar vísast á Jón Samsonarson, „Nokkur rit frá 16. og 17. öld um íslenzk
efni", bls. 227-229 og 238-261.
161 Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 142. - Páll Eggert
Ólason, íslenzkar æviskrár I, bls. 43. - Sami, íslenzkar æviskrár IV, bls. 318.