Saga - 2003, Page 137
VIÐHORF
HELGISKÚLIKJARTANSSON
Sagnir og fræði handa
ferðalöngum
Eg er með rit á skjánum, sótt á vef samgönguráðuneytis,1 sem
upphaflega er 75 blaðsíðna bæklingur, gefinn út af ráðuneyt-
inu í ágúst 2001, og heitir Menningartengd ferðaþjónusta. Bækhngur
þessi er orðinn til upp úr starfi fimm manna nefndar um menn-
ingartengda ferðaþjónustu. Formaður hennar var Tómas Ingi
Olrich, sem þá var formaður Ferðamálaráðs jafnframt þing-
mennsku, og ritaði hann skýrsluna sem endahnút á nefnd-
arstarfið. Upphaf hennar (bls. 7-12) er álit og tillögur nefndar-
innar, og niðurlagið (bls. 61-75) er eins konar fylgiskjal eftir
Andra Snæ Magnason rithöfund (grípandi og bráðfjörug hug-
leiðing um hvernig gera mætti Konungsbók Eddukvæða sem
hæst undir höfði í íslenskri ferðaþjónustu), en að meginhluta er
skýrslan samin af Tómasi Inga í eigin nafni. Hún ber vott um
rækilega vinnu nefndarinnar og formannsins. Meðal annars eru
nefndir 26 einstaklingar, virkir eða sérfróðir á tilteknum sviðum,
sem nefndin fékk á sinn fund til ráðuneytis, auk 53 manna sem
kallaðir eru „viðmælendur skýrsluhöfundar" (bls. 58-60; örfáir
eru í báðum hópunum). Einn í hvorum hópi er titlaður sagn-
fræðingur (Heimir Hansson, byggðasafninu á Isafirði, og Jón
Hjaltason á Akureyri), en margir eru þekktir fræðimenn á
sögulegum sviðum, fólk eins og Elsa E. Guðjónsson, Orri Vésteins-
son, Stefán Karlsson og Þorsteinn Vilhjálmsson, svo að nefnd séu
dæmi úr ýmsum áttum.
Skýrslan Menningartengd ferðaþjónusta hefur í skráningarkerfi
1 <http://samgonguraduneyti.is/interpro/samgongur/samgongur.nsf/
pages / utgefidefni.html>.
Saga XLI :1 (2003), bls. 135-150.