Saga - 2003, Side 138
136
HELGISKÚLIKJARTANSSON
Landsbókasafns (Gegni) fengið efnisorðin Island, ferðaþjónusta og
stefnumótun og auk þess menning og listir. Ekki saga. Þó er sagan -
saga lands og þjóðar, staða, héraða og atvinnuvega - drjúgur hluti
þeirrar menningar sem skýrslan fjallar um að miðla skuh til
ferðamanna, innlendra sem erlendra. Enda hefur reynslan verið
sú að þegar ferðaþjónustan höfðar til menningar, þá er það ekki
síst menningararfurinn, fortíðin, sem gripið er til. Um það eru
dæmin næg: Reykholt í Borgarfirði, Eiríksstaðir í Haukadal,
Galdrasýning á Ströndum, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Síldar-
minjasafnið á Siglufirði, Söguslóð um Skagafjörð og Siglufjörð
(Saga á Tröllaskaga) - svo að einungis sé litið á einn fjórðung
landsins og þó hlaupið yfir sjálf byggðasöfnin.2
Verðug verkefni
Margt í tillögum nefndarinnar hlýtur að vekja athygli þeirra sem
leggja hug á sögu landsins. Bent er á að ferðaþjónustan hafi „til-
hneigingu til að kynna einkum það sem sýnilegt er og áþreifan-
legt", og sé því „brýnt að finna leiðir til að kynna menningararfinn
í margbreytileika sínum og gera hann sýnilegri" (bls. 8). I því efni
er sérstaklega hugað að sviðsetningum, sýningum og tölvutæku
efni. Ein tillagan er að
ráðast í verkefnið „Öld ársins", þar sem umfjöllun fræði-
manna, fjölmiðla og listamanna verði helguð einni öld
Islandssögunnar í heilt ár. Miðað verði við að afrakstur
verkefnisins verði vistaður á sérstökum menningarsöguvef,...
[þar sem á að] tengja tækni- og hugbúnaðaráhuga þjóðarinnar
við sagnfræðiáhuga og hefðbundna fræðimennsku (bls. 12).
2 Um sumt af þessu má finna upplýsingar á Netinu, sérstaklega galdrasýn-
inguna: <http://www.vestfirdir.is/galdrasyning/index.htm>. Um upp-
haf Skagafjarðar- og Siglufjarðarverkefnisins fjallar Guðrún Þóra Gunn-
arsdóttir í erindinu „Vörður fortiðar - leið til framtíðar. Samstarfsverkefni
um söguslóð um Skagafjörð og Siglufjörð'' á <http://www.holar.is/vord-
ur.doo, upphaflega flutt á málþinginu íslenskur menningararfur - auðlind í
ferðaþjónustu (á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og Félags háskóla-
menntaðra ferðamálafræðinga) 12. febrúar 1999. Sjá einnig <http:/-
/www.sfk.is/aldamotabaer.htm> um verkefni á Seyðisfirði sem nefndin
(bls. 10) vill gera að áhersluatriði í ferðaþjónustu Austfjarða. Af prentefni
skal nefna Söfn á íslandi. Ritstjóri Ragnhildur Vigfúsdóttir (Reykjavík, 1993).