Saga - 2003, Page 140
138
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
satt, og hvernig þeir sjá söguna stundum í neikvæðara ljósi en þær
„góðu fréttir" sem beinast liggur við að segja gestum.4
Frá hinni hliðinni séð er hlutverk sagnfræðinnar bæði veglegra
og vandasamara. Þá felst í því fullgild aðild (auðvitað í samstarfi
við kunnáttufólk af öðru tagi) að miðlun fortíðarfræðslunnar, allt
frá skipulags- og sköpunarstiginu. Verkefnið er að segja ferða-
fólki, innlendu sem erlendu, „lifandi sögu",5 sögu sem hfir af því
að hún á rætur í raunverulegri þekkingu, og sem lifnar fyrir
viðtakendum af því að hún talar til þeirra á þeirra eigin ólíku for-
sendum, en í alvöru og einlægni. Þetta er eiginlega sama kúnst og
að kenna sögu í skólum, nema hvað hér eru viðtakendurnir ekki
fyrst og fremst mismunandi ungir heldur mismunandi langt að
komnir. Getur hver séð sjálfan sig í því að því lengra sem við
ferðumst út fyrir okkar kunnu slóðir, því meira þarf upplýsandi
ferðaþjónusta að koma til móts við okkur með útskýringum á því
sem okkur er framandi og tengingum þess við okkar reynsluheim
og túlkunarramma.
Söguskoðun
í skýrslu sinni tekur Tómas Ingi skipulega fyrir hvaða kjarna
Islandssögunnar heppilegt sé að miðla í ferðaþjónustunni, og
miðar þá einkum við erlenda ferðamenn. Þannig eru tveir aðal-
4 Meinlaust dæmi um freistinguna til að tala jákvætt og breyta því ekki gríp
ég upp úr bók Jóns R. Hjálmarssonar, A Traveller's Guide to Icelandic Folk
Tales (Reykjavík, 2002, þýtt eftir íslenskri útgáfu frá 2000), bls. 44:
„Bolungarvík is a thriving fishing town .... The community received its
town charter in 1974 and the population is now more than 1,200." Þetta
kann að vera svo gamalt að stofni að það hafi upphaflega verið rétt. Á
mælikvarða fólksfjölgunar var Bolungarvík „thriving" til 1984. Það var
ekki fyrr en 1990 sem íbúar urðu færri en 1200, sama ár sem togarasala úr
plássinu vakti athygli alþjóðar á að atvinnulíf staðarins stæði höllum fæti.
Síðan hefur Bolungarvfk fremur verið „struggling" en „thriving" og
íbúum fækkað um nálægt 2% á ári. Bæði íslenska útgáfan frá 2000 og sú
enska frá 2002 hljóta að hafa farið um hendur fólks sem vissi að hér var
ekki farið með hárrétt mál, en kunni ekki við að skipta út „góðum fréttum"
fyrir vondar. Enn síður hefði víst þótt ástæða til að breyta sögutúlkun sem
ekki væri einu sinni almennilega röng, bara úrelt.
5 Þetta orðalag á að minna á Jöm Rusen, Lifandi saga. Framsetning og hlutverk
sögulegrar pekkingar, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 34 (Reykjavík, 1994). Þótt