Saga - 2003, Page 141
SAGNIR OG FRÆÐIHANDA FERÐALÖNGUM
139
kaflar skýrslunnar helgaðir hvor sínu tímabili íslandssögunnar.
Þeir eru að ýmsu leyti ánægjuleg lesning. Skýrsluhöfundi eru ljós
vandkvæðin á ábyrgri einföldun flókinnar þekkingar. Þó hörfar
hann hvergi í það skjól að láta óumdeild fróðleikskorn leysa
söguna af hólmi, heldur tekst hann á við það af fullri einurð hvaða
mynd ferðaþjónustan eigi að bregða upp af sögu Islands, með
hvaða áherslum og út frá hvaða dæmum. Ekki verður betur séð en
hann sé víðlesinn og vel að sér um sögu landsins, og er fengur að
niðurstöðum hans sem fyrstu atrennu að efninu.
Hitt blöskrar mér ekki þótt hér megi margt gera að álitum og
jafnvel leiðrétta einstök atriði. Það tilheyrir síðari áföngum vinn-
unnar, t.d. þegar settar eru upp sýningar á sögustöðum eða teknar
fyrir einstakar aldir íslandssögunnar, að yfirvega nánar hvaða
sögutúlkun fái staðist og hver séu bestu dæmin til að styðja hana
Hð. Söguleg sérþekking er bæði auðfengin og ódýr, samanborið
við önnur aðföng til þessara framkvæmda, og jafnsjálfsagt fyrir
ferðaþjónustuna að nýta hana til hlítar eins og t.d. að nota faglega
útlitshönnun á kynningarefni eða að fá vel ritfært fólk til að stíla
texta á erlendum málum.
Hér í Sögu er ástæða til að drepa á fáein atriði í sögutúlkun
skýrsluhöfundar sem bjóða heim sagnfræðilegri athugun eða
gagnrýni.
Víkingar? Nei takk
Fornmenningin er okkar þjóðarstolt, íslendinga, og vandinn við
matreiðslu miðaldasögunnar fyrir ferðaþjónustu er ekki síst sá
hverju óhætt sé að stæra sig af. Tómas Ingi fer þar um margt var-
lega, nefnir t.d. ekki „elsta þjóðþing í heimi", og hann leggst
berum orðum gegn því að gert sé út á víkingahugtakið og það sem
hann kallar „þjóðsöguna um víkingasamfélagið á íslandi" (bls.
20).
Hér hefur hann vissulega mikið til síns máls. Víkingar, í þess
orðs eiginlegu merkingu, voru auðvitað löglausir ránsmenn,
Plága á eigin samfélagi og nágranna sinna, og stinga hastarlega í
Riisen miði yfirleitt við miðlun á bók gilda sjónarmið hans um „sögulega
merkingarmyndun" með líkum hætti um sögu sem tilreidd er til miðlunar
í tölvum, á sýningum eða fyrir munn leiðsögumanna.