Saga - 2003, Page 145
SAGNIR OG FRÆÐI HANDA FERÐALÖNGUM
143
því miður veikur málstaður. Sú stjórnskipun sem þjóðveldislögin
lýsa er einmitt því marki brennd að allt hið æðsta vald fylgir
goðorðunum sem eru einkaeign höfðingjastéttarinnar, arfgeng ef
þau eru ekki seld eða gefin. I rauninni var norska konungsvaldið
lýðræðislegra, a.m.k. fram á 12. öld, því að það var þá ekki bein-
línis arfgengt, heldur þurfti konungsefni að láta „taka sig til
konungs" á þingi hvers landshluta. Reyndar ekki með
atkvæðagreiðslu, en þó kom við sögu einhver vísir að almenn-
ingsáliti þegar konungi var tekið eða hafnað. Hugmyndin um
lýðræðiseðli goðavaldsins er vissulega enginn hugarburður
Tómasar Inga, heldur vel þekkt af ritum ekki minni manna en t.d.
Sigurðar Nordal, og þeim rökum studd að goðar hafi, meðan þeir
voru margir og tiltölulega jafnir að völdum, ekki getað haldið
stöðu sinni nema njóta nokkurra vinsælda hjá bændum. Það má
rétt vera, en eitthvað svipað má segja um margs konar
ólýðræðislega valdhafa, svo að þetta dugir tæpast til að marka
Islandi „mikla sérstöðu meðal evrópskra miðaldasamfélaga". Enn
síður dugir þetta til að „Þingvellir verði kynntir sem menning-
arsögulegur vettvangur lýðræðisþróunar í heiminum" (bls. 11),
því að það var einungis heima í héraði sem goðinn var kannski
háður eins konar bændalýðræði; á alþingi var fámennisvald
goðastéttarinnar óskorað, sérstaklega löggjafarvaldið.
Víðtækasta túlkun Tómasar Inga á þjóðveldinu er sú, að „sam-
runi kristins samfélags, sem lagði áherslu á menntun og
siðvæðingu, og heiðins menningarsamfélags, sem hafði fóstrað
með sér lýðræðishugsjónir og talsvert umburðarlyndi", sé
'-sérstakt menningarsögulegt fyrirbæri" (bls. 20). Þarna verður
a-rn.k. að gera fyrirvara um lýðræðishugsjónirnar. Islendingar
hafa tekið í arf germanska hugmynd um þinghald, sem kalla má
lýðræðislega að einhverju marki, en þróað upp úr henni form-
bundið fámennisvald (hvort sem þáð gerðist í heiðni eða síðar).
Sjálfsagt er það rétt að kristnitökunni hafi fylgt merkilegur menn-
ingarsamruni, en kristnitaka heiðins samfélags var einmitt ekki
/-sérstakt" fyrirbæri heldur sameiginleg reynsla allrar Evrópu,
aðeins á mismunandi tímabilum, og ég þekki þess engin rök að
umburðarlyndi heiðninnar10 eða áhersla kristninnar á menntun
10 Þegar íslendingar hrósa sér af umburðarlyndi forfeðranna eiga þeir venju-
lega við frásögn Ara fróða af kristnitökunni þar sem sagt er frá vissum