Saga - 2003, Page 146
144 HELGISKÚLIKJARTANSSON
og siðvæðingu hafi verið með neitt sérstökum hætti einmitt á
Islandi.
Upplýsingasamfélag miðalda?
Miðaldasöguna rekur Tómas Ingi til 1400 í kafla sem hann kennir
við „upplýsingasamfélag miðalda". Það er frumlegt heiti, fljótt á
litið kannski ekki á miklum rökum reist, en hefur þann kost að
gefa heildstæða umgjörð fyrir umfjöllun um munnlega geymd og
skriflega, handrit og texta, miðlun og sköpun þekkingar og skáld-
skapar. Hefðbundin tímamót við lok þjóðveldis 1262 er sjálfsagt
að forðast til þess að kljúfa ekki sundur gullöld fornbókmennt-
anna og til þess að ná á sama tímabilið efni fomritanna, ritun
þeirra og merkustu handritunum.
„Þjóðveldið er tími upplýsingabyltingar" (bls. 7). Felst eitthvað
áþreifanlegt í þessari stóm fullyrðingu? Eitthvað sem kalla megi
byltingarkennt í samanburði við önnur lönd eða önnur tímabil?
Það skal ég ekki taka af skarið um, aðeins vara við tveimur ein-
stökum athugunum sem Tómas Ingi setur fram í þessu samhengi.
„Öfugt við flestar ef ekki allar Evrópuþjóðir á tímabilinu
900-1300, þegar landbúnaður og lénsskipulag batt þegnana við
land og jörð, endurspegla íslenskar miðaldaheimildir menningu
og hugarfar hreyfanlegs og næsta fjölþjóðlegs samfélags" (bls. 19).
í þessu mun vera sá sannleikskjarni að á íslandi - líkt og í öðrum
byggðum fiskimanna og kvikfjárbænda - hafi hin stritandi alþýða
verið víðfömlli en í þéttbýlum akuryrkjulöndum. Að öðm leyti er
tilslökunum frá kröfum kristninnar, m.a. heimild til að „blóta á laun", og
má vera að Tómas Ingi hafi þetta til marks um að umburðarlyndi hafi
þróast í landinu fyrir trúskiptin. Frásögn Ara er merkileg, og ekki ótrúlegt
að hann hafi eitthvað fyrir sér í henni. Rétt er þó að rifja upp tvö atriði
hennar sem menn láta sér stundum sjást yfir. Annað er það að samkvæmt
Ara giltu undanþágurnar ekki nema „fáa vetur". Hins vegar átti að refsa
fyrir launblót „ef vottum of kæmi við". Þau voru því ekki beint umborin
að lögum, heldur felst í undanþágunni það frávik frá venjulegum
réttarfarsreglum, að maður yrði ekki dæmdur fyrir blót nema vera staðinn
að verki - venjulega voru sakamenn nefnilega dæmdir eftir orðrómi. Þetta
lýsir varla skilningi á því að sanntrúaðir heiðingjar þurfi að fá smugu til að
lifa trúarlífi, heldur áhyggjum af því að margir verði grunaðir um laun-
blót, bæði með réttu og röngu, og sé því varhugavert að dæma eftir al-
mannarómi í slíkum sökum.