Saga - 2003, Page 147
SAGNIR OG FRÆÐIHANDA FERÐALÖNGUM
145
samanburðurinn næsta hæpinn. Hversu algengt sem það var að
Islendingar ættu leið í næstu sveit og jafnvel annað hérað, þá
hefur það jafnan verið fámennur minnihluti sem gerði sér erindi
hl annarra landa. Einhverjir tóku að vísu þátt í kaupsiglingum til
naestu grannlanda, en lítið hefur það verið borið saman við þann
fjölda sem fór milli landa á styttri og fjölfarnari sighngaleiðum við
strendur Evrópu. Einhverjir Islendingar gerðust víkingar eða
væringjar, einhverjir fóru pílagrímsferðir til fjarlægra helgistaða,
einhverjir leituðu sér lærdóms við menntasetur stórþjóðanna. En
allir þessir slógust í fjölmenna flokka annarra þjóða manna sem
tíka voru að gera víðreist, og í engu af þessu hefur þátttaka
Islendinga verið mikil miðað við fólksfjölda, enda ekki von vegna
fjarlægðar landsins. Af sömu ástæðu var auðvitað nauðalítið um
ferðir útlendinga til íslands, og þá nær einvörðungu frá Noregi og
Orkneyjum, nema hvað kristniboðar höfðu sumir verið lítið eitt
lengra að komnir. Ólíkt fjölþjóðlegri blær hefur verið á þeim lönd-
um Evrópu sem íslenskir langferðamenn áttu leið um, t.d. á pfla-
grímaleiðum tfl Rómar eða Santiago. Bændaánauð og átthaga-
fjötrar eru vissulega merkilegt atriði í félagssögu Evrópu. En hér
er til umræðu tímabil landvinningastríða víða í álfunni og sjálfra
krossferðanna, tímabil þýsku nýbyggðanna í Austur-Evrópu,
hminn þegar það komst í tísku að handverkssveinar og stúdentar
sæktu sér lærdóm og lífsreynslu á flækingi land úr landi, og tími
þegar ekki var sjaldgæft að höfðingjar lénskerfis og kirkjuvalds
öðluðust frama fjarri sínum bemskuslóðum. ímyndum okkur ekki
að langferðir fáeinna íslendinga hafi gert þá eitthvað sérstaka.
Flöt jörö?
Hitt atriðið, sem ég vfl vara við, er enn vafasamara: „Þegar á mið-
öldum virðast íslenskir menn hafa áttað sig á því að jörðin væri
ekki flöt og gátu sannað að yfirborð hennar væri „böllótt"," segir
Tómas Ingi (bls. 20) og vitnar í fomt fræðirit, Rím II. Af þeim texta
er stækur þýðingarkeimur, svo að varla er þar íslensk hugsun á ferð,
en sams konar fróðleik má víst finna í frumsömdum ritum, því að
vist vissu lærðir menn á Islandi eins og annars staðar að jörðin er
hnöttótt. (Þó að Snorri Sturluson tali um „kringlu heimsins", þá
hefur hann vitað að sú kringla sæti á yfirborði „heimsballarins".)
Að jörðin sé flöt, það er nærtæk hugmynd hjá óupplýstu fólki á
10-SAGA