Saga - 2003, Page 154
I
152 JÓN VIÐAR SIGURÐSSON
metnir, minni bændur og fjölskyldur þeirra minnst.2 Á milli þess-
ara tveggja hópa mætti svo setja stórbændur.
Þegar rætt er um stéttaskiptingu er gjarnan horft á ættarbak-
grunn og ríkidæmi, þ.e.a.s. dýrleika þeirra bæja sem bændur áttu
eða sátu á og annan auð þeirra. Þótt tengslin á milli ættarbak-
grunns og auðs séu flókin held ég að flest séum við þó sammála
um að á þessum tíma hafi þau verið sterk, og við það verður
miðað í eftirfarandi orðum.
Engar upplýsingar finnast um jarðamat fyrir allt landið frá
þjóðveldisöld. Það er fyrst um 1700 að slíkar upplýsingar hggja
fyrir. Eftirfarandi upplýsingar er að finna í The Old Icelandic Land
Registers og byggir hún á jarðabókum frá 1686 og 169
Fjöldi og dýrleiki jarða um 1700
Dýrleiki Fjöldi bæja %
l-12c 1.374 34,2
13-24c 1.597 39,7
25-36c 485 12,1
37-48c 274 6,8
49-60c 223 5,5
61c- 67 1,7
4.020 100,0
Heimild: Bjöm Lámsson, The Old Icelandic Land Registers (Lundi 1967), bls. 33.
Líklegt er að þessar tölur endurspegli í megindráttum jarðamat
þjóðveldisaldar, því litlar breytingar áttu sér stað á því á tímabil-
inu fram um 1700.3 Meðalstór bær var um 20 hundruð og ef við
göngum út frá því að þeir bændur sem bjuggu á jörðum sem voru
metnar á meira en 25 hundruð hafi talist til stórbænda þá hafa þeir
verið um 25% bænda á íslandi, minni bændur því um 75%. Full
2 Jón Jóhannesson, íslendinga saga I (Reykjavík, 1956), bls. 410-425.
3 Kulturhistorisk leksikonfor nordisk middelalder VII (Osló, 1981, 2. upplag), d.
83-87. - Einar Laxness, íslandssaga A-K (Reykjavík, 1974), bls. 144.