Saga - 2003, Page 155
SÆMD, STÉTTIR OG STEINKAST Á ÞJÓÐVELDISÖLD
153
ástæða er samt til að undirstrika að þetta er leikur með tölur og að
við getum deilt endalaust um hlutföll á milli stórbænda og minni
bænda. Ástæðan fyrir því að þetta er gert að umtalsefni hér er sú
að þegar við fjöllum um stéttaskiptingu þjóðveldisaldar er nauð-
synlegt að hafa einhverja hugmynd um stærð þessara tveggja
hópa. Reyndar má segja það sama um flesta aðra samfélagshópa
en fyrir þessa umræðu eru bændur sérstaklega mikilvægir og því
er vangaveltum um stærð annarra hópa sleppt. Ástæðan fyrir
þessari áherslu á bændur er sú að á þjóðveldisöld voru þeir, a.m.k.
opinberlega, stjómendur heimila sinna. Þeir áttu að veita vinnu-
fólki sínu (griðkonum og griðmönnum) grið, þ.e.a.s. vernda það á
sama hátt og aðra fjölskyldumeðlimi.4 Það vom eingöngu bændur
sem höfðu réttindi til að taka þátt í þingstörfum og opinber völd
voru því í þeirra höndum.
Sérstaða bænda í samfélagi þjóðveldisaldar kemur berlega fram
í valdabrölti Þórðar kakala. Eitt af því fyrsta hann varð að gera
eftir komu sína til landsins 1242 var að verða sér úti um titilinn
bóndi. Það gerði hann með því að taka við búi Sanda-Bárðar, en
hann var leiguliði Hrafns Oddssonar.5 Þórðar saga kakala segir að
Bárður hafi „boðið" Þórði bú sitt og hafi það þótt „geysistór-
niannlegt".6 Jörðin Sandar, sem Bárður var við kenndur, var sam-
kvæmt jarðabókunum frá því um 1700 metin til 12 hundruða, fyrir
þessa og aðra aðstoð launaði Þórður Bárði með því að gefa honum
Svefneyjar, metnar á 40 hundruð.7 Þó svo að formæður okkar og
forfeður á þjóðveldisöld hafi ekki haft það fyrir sið að fylgja
Grdgás þá var það nauðsynlegt fyrir Þórð að hafa hið formlega í
lagi. Hann varð að tryggja sér aðgang að leikvellinum.
Um 1100 var fjöldi þingfararkaupsbænda um 4500 en upplýsing-
ar vantar um bæi þeirra sem ekki voru þingfararkaupsbændur.
hví má ætla að lágmarksbæjafjöldi á þjóðveldisöld hafi verið um
4 Sjá atriðisorðin „grið", „griðkona" og „griðmaðr" í: Grágás. Stykker, som
findes i det Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 351 fol. Skálholtsbók og en Række
andre Haandskrifter. Útgefandi Vilhjálmur Finsen (Kaupmannahöfn, 1883),
og „griðkona" og „griðmaðr" í: íslendinga sögur IX. Útgefendur Grímur
M. Helgason og Vésteinn Ólason (Reykjavík, 1973).
5 Sturlunga saga II. Útgefendur Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og
Kristján Eldjárn (Reykjavík, 1946), bls. 9.
6 Sturlunga saga II, bls. 11.
7 Björn Lárusson, The Old lcelandic Land Registers (Lundi, 1967), bls. 192,202.