Saga - 2003, Side 156
154
JÓN VIÐAR SIGURÐSSON
5000.8 Áætlaður fjöldi allra íslenskra bæjarnafna, lögbýla og hjá-
leiga fyrr og síðar, er um 8000. Hjáleigur, sem voru að mestu
óþekktar á 12. og 13. öld, eru taldar um 25% bæjafjöldans.9 Áætla
má því að hámarksfjöldi bæja hafi því verið um 6000 á þessum
tíma.10 Lögbýli á landinu hafa frá landnámi ávallt verið um 4000.* 11
í manntalinu 1703 voru 5915 bændabýh á landinu, og þar af 1811
hjáleigur, sem táknar að tæplega annað hvert lögbýli var tvíbýlt.12
Því má áætla að bú á þjóðveldisöld hafi verið 5.000-6.000, og ef
við reiknum með að meðal heimihsstærð hafi verið 6,5-7,5 manns
þá hefur fólksfjöldinn verið á bilinu 32.500-^45.000.13 Bændur hafa
því verið u.þ.b. 15% fólksfjöldans. Stærsti hluti þessa hóps var
karlar; ekkjur og frillur voru einungis htih hluti bænda og þær
gátu ekki tekið þátt í þingstörfum þó svo að þær hafi getað verið
þingmenn.
Ekki voru allir bændur jafnvel metnir. Fátækir bændur voru sá
hópur bænda sem minnstrar virðingar naut en goðar og stór-
bændur mestrar. Þetta sést berlega á þeim einstaklingum í sög-
unum sem hugtökin „virðing" og „sæmd" eru tengd við en
langflestir þeirra eru af goða- og stórbændaættum.
Til hinna ólíku hópa voru gerðar mismunandi kröfur. Hver
kannast ekki við ummæli Sturlu Þórðarsonar um Sæmundarsyni
um að mikið hafi verið af þeim „heimt... fyrir sakir föður þeirra"?14
Tilsvarandi kröfur voru ekki gerðar til stórbændasona, svo ekki sé
talað um syni fátækra bænda. Óhkar væntingar endurspegla þá
8 Gunnar Karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsrflds", Saga Islands II. Ritstjóri
Sigurður Líndal (Reykjavík, 1975), bls. 5.
9 Björn Teitsson og Magnús Stefánsson, „Um rannsóknir á íslenzkri
byggðarsögu tímabilsins fyrir 1700", Saga X (1972), bls. 153.
10 Ólafur Lárusson, „Island. Befolkning i oldtiden, 5. Island", Nordisk kultur
I. Ritstjóri Haakon Shetelig (Osló, 1936), bls. 134-135. - Ólafur Lárusson,
Byggð og Saga (Reykjavík, 1944), bls. 34-56. - Björn Teitsson og Magnús
Stefánsson, „Um rannsóknir", bls. 152-155.
11 Bjöm Lámsson, The Old lcelandic, bls. 26.
12 Björn Teitsson og Magnús Stefánsson, „Um rannsóknir", bls. 135.
13 Eg geng út frá fjöldanum 6,5-7,5 manns í heimili á meðalbúi. Mikill
ágreiningur ríkir meðal fræðimanna um fólksfjölda á þjóðveldisöld, sjá t.d.
Björn Teitsson og Magnús Stefánsson „Um rannsóknir", bls. 163, og Jón
Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja. Þróun goðavalds á 12. og 13. öld
(Reykjavík, 1989), bls. 128-129.
14 Sturlunga saga I. Utgefendur Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og
Kristján Eldjárn (Reykjavík, 1946), bls. 345.