Saga - 2003, Page 157
SÆMD, STÉTTIR OG STEINKAST Á ÞJÓÐVELDISÖLD
155
möguleika sem einstaklingar á þjóðveldisöld voru taldir hafa til
að getað aflað sér æru. Það voru gerðar aðrar kröfur til Þórðar
kakala en Sanda-Bárðar og mismunandi kröfur til þess síðar-
nefnda eftir því hvort hann var leiguliði eða stórbóndi. Þrælar
voru voru ærulausir,15 ólíklegt er að vinnufólk, a.m.k. það sem
sinnti húsdýrunum,16 hafi haft nokkurn heiður og ekki er hægt að
lesa út úr sögunum að þess hafi verið vænst að það aflaði sér
heiðurs. Það sama má segja um börn minni bænda. Synirnir hafa
væntanlega staðið í skugga æru eða æruleysis feðra sinna á meðan
þeir bjuggu í föðurgarði. Dætumar hafa haft minni heiður en
bræður þeirra, ef þær á annað borð hafa haft nokkurn. í stuttu
niáli sagt þá myndi ég fyrst og fremst vilja tengja umræðuna um
heiður við goða, stórbændur, syni þeirra og frændur.
Ekki em miklar líkur á að nokkur hoppi hæð sína við þá
hugmynd að náin tengsl séu á milli heiðurs og samfélagsstöðu.
Engu að síður hefur of oft gleymst að draga þau nægilega vel inn
í umræðuna um heiður á þjóðveldisöld. Heiðri var ekki jafnt
smurt yfir goða og minni bændur. Hann var notaður til að draga
fólk í dilka, frá þrælum, sem höfðu engan, til goða, sem höfðu
Westan. Ein gagnrýni mín á flestar greinar Sæmdarmanna, og
reyndar megnið af umræðunni um heiður á þjóðveldisöld, er því
sú að um hann hafi verið fjallað án þess að samtímis sé rætt ítar-
lega um stéttaskiptinguna. Að mínu mati er þetta nauðsynlegt,
annars eigum við á hættu að einfalda samfélagsmyndina um of.
HeiÖurskonur?
Undanfarin ár hafa þær raddir gerst háværar að konur hafi haft
heiður og að þær hafi sem eiginkonur getað haft áhrif á stjóm-
mál.17 Þessu skal ekki neitað, en þó vil ég bæta við, eins og Sólborg
15 Tore Iversen, Trelldommen: norsk slaveri i middelalderen (Bergen, 1997), bls.
164, 271-272.
16 Simon Teuscher, „Islendingenes forhold til dyr i hoymiddelalderen - en
mentalitetshistorisk analyse av noen ættesagaer", (N) Historisk tidsskrift 69
(1990), bls. 311-337.
17 Sjá t.d.: Agnes Amórsdóttir, Konur og vígamenn. Staða kynjanna á Islandi á 12.
og 13. öld (Reykjavík, 1995), og Anne Kari Moberg, Et spill om ære. Individets
forhold til ærens rolle i det islandske fristatssamfunnet. Hovedfagsoppgave i
historie, Universitetet i Bergen (Bergen, 1995), bls. 40-49.