Saga - 2003, Page 160
158
JÓN VIÐAR SIGURÐSSON
fyrir flesta þeirra var mikilvægast að hafa til hnífs og skeiðar, og
hreppssamvinnan var mikilvægari en samkeppnin. Sama gildir um
aðra hópa samfélagsins, þeir gátu hugsanlega haft persónulegan
heiður en Htinn eða engan félagslegan. Það gildir einnig um
konur, engin samkeppni sem olli því að þær klifruðu upp met-
orðastigann átti sér stað milli þeirra. Þótt deila megi um skilgrein-
ingu þessara tveggja hugtaka sakna ég þess að aðrir höfundar
Sæmdarmanna hafi ekki notfært sér þau í sínum skrifum. Gildi
bókarinnar hefði aukist við það.
Enn eitt atriði sem ég sakna í skrifum um heiður á þjóðveldisöld
er að þau eru ekki nægilega tengd stjórnmálaþróuninni í landinu.
Fræðimenn eru reyndar ekki sammála um stjórnmálaþróun tíma-
bilsins frá stofnun allsherjarríkis á Alþingi um 930 og til upphafs
12. aldar. Annars vegar eru þeir sem telja að þetta tímabil hafi
einkennst af miklum stöðugleika og að kerfi Grágásar með 36/39
goðorð hafi verið ríkjandi22 og hins vegar eru þeir sem halda því
fram að valdasamruni hafi átt sér stað á þessu tímabili.23 Aftur á
móti eru fræðimenn sammála um að miklar pólitískar breytingar
hafi átt sér stað eftir 1120 eða þar um bil fram til 1262/64.
Ágreiningurinn um stjórnmálaþróun á fyrri hluta þjóðveldisaldar
skiptir ekki máli hér. Höfuðatriðið er að hún hefur ekki verið
nægilega dregin inn í umræðuna um heiður. Var jafnauðvelt, eða
erfitt, að afla sér heiðurs á íslandi á 11. öld og þeirri 13.?
Nú er það engin ný viska að benda á hinn mikla mun á sam-
félagsgerð Islendingasagnanna og samtímasagna. í grófum drátt-
um má segja að hann felist í því að völd goða voru minni í
Islendingasögunum en samtímasögunum og að ættin hafi skipt
meira máli í fyrrnefndum sagnaflokki. Samfélag íslendingasagna
er því líkara „heiðurssamfélögum" þeim sem mannfræðingar hafa
fjallað um en samfélag Sturlunga sögu. Fæðardeilur eru deilur milfi
tveggja hópa með drápum og hefndardrápum, reknar áfram af
heiðri og hefndarskyldu. Þær hefjast þegar dráp eru ekki bætt og
22 Sjá t.d. Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 68-102, og Björn Þorsteins-
son, Ný íslandssaga (Reykjavík, 1966), bls. 95-105.
23 Sjá t.d. Jón Viðar Sigurðsson, Chieftains and Power in the Icelandic
Commonwealth. Þýðandi Jean Lundskær-Nielsen (Óðinsvéum, 1999), bls-
39-62.