Saga - 2003, Síða 161
SÆMD, STÉTTIR OG STEINKAST Á ÞJÓÐVELDISÖLD
159
þeim lýkur við sátt eða dóm sem báðir deiluaðilar sætta sig við.24
Þessar fæðardeilur, sem einkenna íslendingasögurnar, eru að
mestu ef ekki öllu leyti horfnar í Sturlunga sögu. Það er eðlismunur
a deilum Hjarðhyltinga og Laugarmanna í Laxdælu og Örlygsstaða-
bardaga, þar var enginn dreittur inni. Átök 13. aldar voru
umfangsmeiri en deilur 11. aldar og snerust um völd yfir lands-
hlutum og fjórðungum en ekki sveitum.25 Þessi stigbreyting
uiinnkaði möguleika stórbænda á að verða sér út um heiður. Það
Var annað að berjast fyrir eigin heiðri eða heiðri goða sinna.
Hefndarskyldan var önnur í íslendingasögunum en Sturlunga
sögu. Því mætti halda fram, þ.e.a.s. ef við viljum nota íslendinga-
sögurnar sem heimild um 11. öldina, að auðveldara hafi verið að
verða sér úti um heiður á 11. öld en þeirri 13., og að „magn"
heiðurs í landinu hafi farið minnkandi og að þessar breytingar
megi rekja til valdasamruna á 12. og 13. öld.
Ástæðan fyrir ofmati á heiðri Islendinga á 12. og 13. öld tengist
því að íslendingasögurnar hafa í of ríkum mæli verið dregnar inn
í umræðuna um þetta tímabil.26 Ljómi þeirra hefur blindað
fræðimenn. Þetta kemur berlega í ljós ef við athugum þá mögu-
leika sem voru fyrir hendi á íslandi til að afla sér heiðurs á 13. öld.
„Illt er stórum steini langt að kasta"
Atök, hemaður og bardagar tengdust því náið hvernig félagslegs
heiðurs var aflað, en það er hann sem er til umræðu hér. Saman-
24 Elise M. Hansen, En undersekelse av drap, hevndrap ogfeide i Heimskringla og
seks islendingesagaer. Hovedfagsoppgave, Historisk institutt, Universitetet i
Oslo (Osló, 1999), bls. 13-21.
25 Atriði sem ég vildi einnig að tekið væri tillit til í umræðunni um heiður eru
ólík landfræðileg rými: sveitin, héraðið og landið. Orðstír goða og hugsan-
lega nokkurra stórbænda og fjölskyldna þeirra náði um allt land. Sveitin
og héraðið voru leikvöllur bændanna. Því er nauðsynlegt að athuga allt í
senn: heiður, félagslega stöðu, stjórnmálabreytingar og landfræðilegt rými.
I umræðunni um heiður eru flestir sammála um mikilvægi orðstírs og
almannaróms, sjá t.d. Richard Baumann, „Performance and Honor in 13th-
Century Iceland", Journal of American Folklore 99 (1986), bls. 131-151, og
Sverre H. Bagge, Society and Politics in Snorri Sturluson's Heimskringla
(Berkeley, 1991), bls. 160-173.
26 Gott dæmi er t.d. bók Williams I. Millers, Bloodtaking and Peacemaking. Feud,
Law, and Society in Saga lceland (Chicago, 1990).