Saga - 2003, Blaðsíða 168
166
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
menn og engar konur" (bls. 222), án þess að hann vitni í heimildir
þessari fullyrðingu sinni til stuðnings. Rétt er það sem hann segir
um konurnar en almennur kosningaréttur karla var þó lögfestur
í Frakklandi árið 1848,1 nærri því almennur kosningaréttur karla
til norður-þýska sambandsþingsins var staðfestur árið 1867, og
sömu reglur giltu á sambandsþingi þýska keisaradæmisins eftir
1871,2 karlkyns húsráðendur, án tillits til eignastöðu, fengu kosn-
ingarétt í Danmörku árið 18493 og í Bretlandi í tveimur áföngum
á árunum 1867-1884;4 hann segir mig halda því fram að í nafn-
lausu bréfi sem gekk um Vestfirði í aðdraganda þjóðfundar hafi
Vestfirðingar mótmælt frjálslyndi Jóns Sigurðssonar þegar ég tek
sérstaklega fram að ádeilan hafi ekki stafað fyrst og fremst af
málefnaágreiningi heldur hafi ýmsum kjósendum þótt nóg um
kostnaðinn af þingfararkaupi Jóns og þinghaldi almennt; einnig er
fullyrt að ég geri allt of mikið úr einu bréfi ónafngreinds bónda
norður við Djúp, enda þótt ég vísi bæði til þessa bréfs og
bænarskrár sem gekk um heimabyggðir Jóns á sama tíma, en hún
naut, að sögn Guðjóns Friðrikssonar, víðtæks stuðnings meðal
sjálfseignarbænda við Arnarfjörð og í Þingeyrarhreppi í Dýra-
firði;5 Árni segir það misskilning minn að stofnendur lýðveld-
1 Pierre Rosanvallon, Le sacre du citoym. Histoire du suffrage universel m France
(París, 1992), bls. 299-307.
2 James J. Sheehan, German Liberalism in the 19,h Century (Chicago, 1978), bls.
141-158, og Abigail Green, Fatherlands. State-Building and Nationhood in
Nineteenth-Century Germany (Cambridge, 2001), bls. 299-306. Þetta þýddi
þó alls ekki að stjórn norður-þýska bandalagsins, síðar þýska keisara-
dæmisins (1871-1918), hafi verið lýðræðisleg vegna þess að ríkisþingið
kom ekki nálægt vali ráðherra, auk þess sem efri deild þingsins var skipuð
fulltrúum einstakra sambandslanda en kosning þeirra var ekki sérlega
lýðræðisleg.
3 Vagn Skovgaard-Petersen, Danmarks historie, 5. bd., Tiden 1814-1864
(Kaupmannahöfn, 1985), bls. 232. - Povl Engelstoft og F.W. Wendt,
Haandbog til Danmarks politiske Histórie fra Freden i Kiel til vore Dage
(Kaupmannahöfn, 1934), bls. 96; kosningaréttur til efri deildar ríkis-
dagsins, landsþingsins, var síðar takmarkaður frekar, sbr. Engelstoft og
Wendt, bls. 202.
.4 Robert Kiefer Webb, Modem England. From the 18th Century to the Present
(Lundúnum, 2. útg. 1980), bls. 324-330 og 426-428.
5 Guðjón Friðriksson, ]ón Sigurðsson. Ævisaga, fyrra bindi (Reykjavík, 2002),
bls. 454-464. - Sjá einnig Lúðvík Kristjánsson, Vestlendingar, 2. bd., s.hl.