Saga - 2003, Blaðsíða 170
168
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
hann gagnrýnir kýs hann að grípa til hótfyndni og upphrópana til
að lýsa yfir hneykslun sinni á grunnhyggju, vanþekkingu og for-
dómum viðmælendanna, sem hann túlkar sem einkennilegan
óvilja okkar til að verja íslenskt fullveldi frekar en niðurstöðu
rannsókna. Að hluta til stafar þessi nálgun kannski af van-
þekkingu hans sjálfs á efninu því að ýmsar fullyrðingar hans
koma verulega á óvart. Arni vill t.d. gera sem minnst úr hlut
þeirra félaga Herders og Fichtes í mótun menningarlegrar
þjóðernisstefnu í Evrópu - hann segir t.a.m. að hvergi verði séð
að hugmyndir Herders hafi haft bein áhrif á frumkvöðla íslenskr-
ar þjóðfrelsisbaráttu á 19. öld og áhrif „Herders á sjálfsvitund
annarra Evrópuþjóða [séu] stórlega ofmetin" í bók minni um
íslenska þjóðríkið (bls. 221). Ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt
um þessar fullyrðingar Arna vegna þess að þær stríða gegn öllu
því sem ritað hefur verið um þann mæta mann Johann Gottfried
Herder og stöðu hans í evrópskri hugmyndasögu. Ég get þó
byrjað á því að vitna til ummæla Tómasar Sæmundssonar en
hann segir um rit Herders í ferðabók sinni:
Öll eru þau þægiliga í stíl færð og öllum auðskilin, löguð til að
bæta smekkinn og upplýsa skynsemina, leiða og grundvalla
hennar dóma, vekja föðurlandsást og elsku til alls þess sem
falligt er og gott. Hann hefir skilið og útlagt skáldskapar-
andann allra tíða, og Ideen zur Philosophie der Geschichte
der Menschheit eru álitnar fyrir djúpsærustu og hæstu
athugasemdir yfir veraldarsöguna sem til eru á þýzku.7
Þegar þessi orð eru lesin í samhengi við skoðanir Tómasar á
endurreisn Alþingis, eins og ég geri í bókinni, þykir mér nokkuð
Ijóst að Fjölnisritstjórinn hefur bæði lesið það rit sem oftast er
álitið stefnuyfirlýsing Herders um menningarbundið þjóðerni og
séð sitthvað í því annað en einberan skáldskap.8 Hvort um var að
ræða umtalsverð bein áhrif Herders á íslenska þjóðernisstefnu
umfram þetta fullyrði ég þó ekki, enda erfitt um slíkt að spá, en í
ljósi hinna sterku þýsku menningaráhrifa í höfuðstað danska rík-
7 Ferðabók Tómasar Sæmundssonar (Reykjavík, 1947), bls. 112.
8 Sbr. Gunnar Karlsson, „Spjall um rómantík og þjóðemisstefnu", Tímarit
Mils og menningar 46 (1985), bls. 449-457. - Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur
og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík (Reykjavík, 1999), bls. 35-36 og
49n.