Saga - 2003, Page 171
HVAÐ ER (Ó)EÐLI?
169
isins má vera ljóst að hugmyndir manna eins og Herders og
Fichtes voru vel þekktar meðal danskra menntamanna og þar
^ieð sjálfsagt einnig meðal íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn.9
Hvað varðar fullyrðingu Árna um að ég ofmeti áhrif Herders á
sjálfsvitund annarra Evrópuþjóða get ég htið annað sagt en það að
eg geri ekki annað í bókinni en að endurtaka viðtekna skoðun
fræðimanna um áhrif hins kunna þýska heimspekings. Sem dæmi
^iá nefna það sem um Herder segir í nýlegu uppflettiriti um
Þjóðernisstefnu en þar er fullyrt að hann sé almennt álitinn „the
Philosophical father of nationahsm".10 Ég get að auki talið upp
fjölda tilvísana í fræðimenn sem eru svipaðs sinnis og ég um áhrif
Herders á evrópska þjóðarvitund11 en enga heimild hef ég fundið
Sem styður efasemdir Áma.
Mér finnst reyndar skilningur Áma á þeim félögum Herder og
Fichte byggður á einkennilegum lestri heimilda - ef hann hefur þá
yfirleitt haft fyrir því að líta í heimildimar. í grein sinni segir Árni
"það oftúlkun [Sigríðar Matthíasdóttur] að Fichte og Herder hafi
beinlínis haldið fram „yfirburðum" þýskrar þjóðar eins og
Sigríður stagast á ... Slík hugsun var fjarri þjóðernisrómantík og
þekktist ekki fyrr en með stórveldisdraumum eftir stofnun þýska
9 Hvað Fichte varðar má benda á að hann dvaldi í Danmörku nokkrum
mánuðum áður en hann flutti hinar þekktu ræður sínar og kynntist þar
bæði skáldum og stjómmálamönnum (svo sem Adam Oehlensschláger og
0rsted) og efni ræðnanna var þegar þekkt í Danmörku árið 1809, sbr.
Flemming Lundgreen-Nielsen, „Grundtvig og danskhed", Dansk
identitetshistorie, 3. bd., Folkets Danmark 1848-1940 (Kaupmannahöfn,
1992), bls. 162. Það var svo annað mál að Gmndtvig var ekkert hrifinn af
kenningum Fichtes, enda hentaði hugmyndin um mikilvægi uppmna-
legra tungumála íslenskum þjóðemissinnum mun betur en dönskum.
10 Encyclopedia of Nationalism, 2. bd., Leaders, Movements, and Concepts (San
Diego, 2001), bls. 212-213. Áherslan er í heimildinni.
11 Af handahófi má tína til nokkrar tilvísanir í fræðimenn um mikil áhrif
Herders á þróun þjóðemisstefnu í Evrópu: L. Remp, Slesvig og Holsten efter
1830 (Kaupmannahöfn, 1982), bls. 50-51. - Barbara Jelavich, History of the
Balkans, 1. bd., Eighteenth and Nineteenth Centuries (Cambridge, 1983),
bls. 172. - Michael Hughes, Nationalism and Society. Germany 1800-1945
(Lundúnum, 1988), bls. 24-29. - Peter Alter, Nationalism (Lundúnum,
1989), bls. 60-61. - Harry Hearder, Italy in the Age of the Risorgimento,
1790-1870 (Lundúnum, 1983), bls. 158. - William Carr, The Origins ofWars
ofGerman Unification (Lundúnum, 1991), bls. 18.