Saga - 2003, Page 172
170
GUÐMUNDUR HALFDANARSON
ríkisins 1870-71" (bls. 225). Ég veit ekki hvort þetta er vísvitandi
rangfærsla Arna eða mislestur, vegna þess að Sigríður minnist
hvergi á að Herder hafi haldið fram yfirburðum þýskrar þjóðar -
þvert á móti tekur hún einmitt fram, eins og alþekkt er, að Herder
„hélt því ekki fram að þýska þjóðin væri öðrum þjóðum æðri."12
Hvað Fichte varðar get ég bent Árna á að lesa fjórðu ræðu Fichtes
í Reden an die deutsche Nation. Þar segist hann ætla að sýna fram á
að sérkenni Þjóðverja, sem einkennt hafi þá frá upphafi vega,
„óháð þeim örlögum sem nú hafa hent þá", geri það að verkum að
þeir, einir Evrópuþjóða, hafi þá hæfileika og næmni til að bera
sem nauðsynleg er til að menntast á þann hátt sem Fichte taldi
æskilegastan. Af þeim sökum „getur Þjóðverjinn, þegar hann
nýtir alla kosti sína, ávallt litið niður á útlendinginn og fullkomn-
að hann, jafnvel skilið hann betur en hann sjálfur skilur sig...".13
Fichte gaf vissulega ekki í skyn að Þjóðverjar stæðu nágrönnum
sínum framar í hernaði eða hagsæld, enda hefði það verið erfitt á
tíma þegar þýsku ríkin voru öll undir hæl Napóleons, en andlegt
eðli Þjóðverja, byggt á órofnum tengslum þýskrar menningar við
upphaf sitt, gerði það að verkum, að mati Fichtes, að þeir einir
Evrópubúa gætu í raun talist þjóð (Volk).14 Erfitt er að fullyrða um
hversu útbreiddar þessar hugmyndir voru í Þýskalandi 19. aldar
en þýsk þjóðernisstefna skaut rótum í tilfinningaþrungnu
andrúmslofti Evrópu undir lok Napóleonsstríða. Helstu einkenni
hennar á þeim tíma voru hatur á Frökkum og ofurtrú á andlegú
atgervi Þjóðverja í samanburði við aðrar þjóðir - þeir töldust hafa
sérlega næman skilning á náttúrunni og vera öllum öðrum
þjóðum frumlegri í hugsun.15 Þessi áhersla á yfirburði þýskrar
þjóðar var sannarlega ekki á stefnuskrá stjórnvalda í þýsku
12 Sigríður Matthíasdóttir, „Réttlæting þjóðemis. Samanburður á alþýðu-
fyrirlestrum Jóns Aðils og hugmyndum Johanns Gottlieb Fichte", Skírnif
169 (vor 1995), bls. 42.
13 J.G. Fichte, „Reden an die deutsche Nation", í Johann Gottlieb Fichtes
samtliche Werke, 7. bd. (Berlín, 1846), bls. 311-327.
14 Sjá t.d. áttundu ræðu Fichtes, „Reden an die deutsche Nation", bls. 377-396-
15 Sbr. Liah Greenfeld, Nationalism: Five Roads to Modernity (Cambridge/
Mass., 1992), bls. 352-395 og Dieter Diiding, „The Nineteenth-Century
German Nationalist Movement as a Movement of Societies", Nation-
building in Central Europe. Ritstjóri Hagen Schulze (Lemington Spa, 1987)/
bls. 28-30.