Saga - 2003, Síða 173
HVAÐ ER (Ó)EÐLI?
171
ríkjunum lengst af öldinni en skaut þó gjarnan upp kollinum
þegar deilt var um stöðu þýskumælandi þegna ríkja sem ekki
höfðu þýsku að þjóðtungu (s.s. Slésvíkinga og Holtseta í danska
ríkinu og íbúa Alsace-Lorraine í því franska).16
Það eru þó ekki röksemdir Árna sem vekja athygli mína hér,
heldur frekar hvers vegna honum er svo í mun að gera lítið úr
þætti Herders og Fichtes við þróun evrópskrar - og þar með
íslenskrar - þjóðernisstefnu. Ég er ekki frá því að hér glitti í raun-
verulegan ágreining okkar og hann snýst alls ekki um hvort ég
kaeri mig „nokkuð um að halda í íslenskt þjóðerni og fullveldi"
(bls. 229). Bókin íslenska þjóðríkið boðar nefnilega alls ekki endalok
íslensks þjóðemis, eins og Árni virðist hafa skihð málflutning
°únn, heldur er því þar haldið fram að það samband sem ríkt
hefur á milli menningarlegrar sjálfsmyndar fólks og ríkjaskipu-
lags sé að rofna nú á tímum vegna breyttra aðstæðna í alþjóða-
naálum, byltingar í samskiptatækni og vaxandi fjölmenningar.
Þetta þarf í sjálfu sér ekki að hafa nein bein áhrif á íslenska menn-
ingu, vegna þess að á sama hátt og hún lifði af margra alda yfir-
ráð norskra og danskra kónga mun hún sjálfsagt geta dafnað þótt
réttarstaða landsins breytist á næstu áratugum. Árni lítur aftur á
^nóti svo á að með því að samlagast stærri heild (Evrópusam-
handinu reikna ég með) komi íslendingar til með að breytast
gríðarlega til hins verra, taka upp erlenda siði og sjálfsagt hætta að
raekta tunguna „sem við ráðum nánast einir við". í kjölfarið vex
þröngsýni íslendinga, segir hann, og bendir á skelfilega þröngan
sjónhring stórþjóða því til sönnunar. Þar eru „venjulegir
Bandaríkjamenn" (bls. 230) víti hans til vamaðar (án þess að ég
vilji munnhöggvast við Árna um sjónsvið þjóða, sem ég kann
ekkr að mæla, þá sýnist mér eftir að hafa búið í Bandaríkj-
Ul>um, Frakklandi og á íslandi að venjulegir Bandaríkjamenn
16 Sjá t.d. ummæli Th. Olshausen, eins af forystumönnum frjálslyndra
Þjóðverja frá Slésvík og Holtsetalandi, um Dani árið 1848, en hann kallaði
þá bæði lata og sinnulausa, Claus Bjorn, 1848. Borgerkrig og revolution
(Kaupmannahöfn, 2. útg. 1999), bls. 66. Eins kallaði Heinrich von
Treitschke Frakka ómenntaða barbara í aðdraganda fransk-prússneska
stríðsins, „Was fordem wir von Frankreich?", í Zehn Jahre deutscher Kdmpfe,
1865-1875 (BerMn, 1874), bls. 289-291; greinin birtist upphaflega í ágúst
árið 1870.