Saga - 2003, Blaðsíða 174
172
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
séu almennt ekkert þröngsýnni en venjulegir íslendingar eða
Frakkar).
I orðum Arna merkir lesandinn greinilega rödd þjóðernis-
sinnans sem, eins og tékknesk-enski fræðimaðurinn Ernest
Gellner benti á, lítur jafnan svo á að pólitísk landamæri og mörk
þjóða verði að fara saman.17 Fyrir honum er þjóðernisstefnan ekki
stjómmálaskoðun, heldur viðurkenning mannsins á eigin eðh, eða
á því sem Árni kallar „meðfædda þjóðarvitund" (bls. 229). Af
þeim sökum vih hann gera hlut þýsku heimspekinganna Herders
og Fichtes sem minnstan í mótun íslenskrar og evrópskrar
þjóðernisstefnu, vegna þess, eins og hann segir sjálfur, ,,[þ]að
þurfti... enga fræðikenningu til að segja íslendingum fremur en
Frökkum eða Englendingum að þeir væm sérstök þjóð" (bls. 221)
- þeir vissu það bara innst inni. Með þessu kemst Árni reyndar í
þá einkennilegu stöðu að dæma úr leik sjálfsvitund þjóðemis-
hópa, sem hann stundum vill verja, vegna þess að það var einmitt
fræðikenning þjóðernisstefnunnar um sameiginlega menningu og
minningar þjóðarinnar sem gerði hópum eins og Bretónum nær
ókleift að rækta eigin menningu - þegar þeir völdu að verða
Frakkar frekar en að stofna eigið þjóðríki hlutu þeir að gera
franska tungu að móðurmáh, vegna þess að lögmál þjóðernis-
stefnunnar skyldar þjóðina til að tala eina tungu.
Þetta er kjarni þess sem okkur Árna ber á milli. Ólíkt honum tel
ég ekki að óskorað fullveldi sé forsenda þess að íslensk menning
eða þjóðemi geti blómstrað, vegna þess að ef svo væri hlyti hún
að eiga skammt eftir óhfað. íslendingar hafa nefnilega þegar
afsalað sér stórum hlutum fullveldis síns, þótt þeir eigi bágt með
að viðurkenna það. Þannig hafa íslendingar ekki treyst sér til að
sjá sjálfir um varnir landsins, en valdið til að heyja stríð og semja
um frið hefur þó ávallt tahst ein helsta stoð fullveldisins,18 og
samningar við Evrópusambandið skuldbinda þjóðina til að taka
hvern lagabálkinn á fætur öðmm inn í íslenska löggjöf án þess að
17 Emest Gellner, Nations and Nationalism (íþöku, 1983), bls. 1.
18 Um þetta má m.a. lesa hjá föður fullveldishugtaksins, Jean Bodin, í bók
hans Les six livres de la repvblique (Lyon, 1579), bók 1, kafli 10, bls. 156; sjá
einnig Zygmunt Bauman sem talar um þrífót fullveldisins en með því á
hann við að ríkið verði að vera sjálfu sér nægt í hemaðarlegu, efna-
hagslegu og menningarlegu tilliti til að vera raunverulega fullvalda,
Globalization. The Human Consequences (New York, 1998), bls. 64.