Saga - 2003, Page 177
HVER ER TILGANGUR RITDÓMA?
175
almenna þekkingu hafa, en ekki sérfræðiþekkingu, ákveðinn af-
slátt á þeim fræðilegu kröfum sem sérfræðingar tileinka sér við
rannsóknir. Þetta getur haft í för með sér að skoðanaskiptin geta
°rðið á ólíkum bylgjulengdum. Sérfræðingurinn leggur áherslu á
atriði eins og heimildafræðilega gagnrýni, kenninganotkun, orsök
°g afleiðingu eða tilgang rannsóknar og þýðingu hennar fyrir
mnnsóknir á fortíðinni, en þeim sem býr yfir almennri þekkingu
er ef til vill efst í huga að segja sögu viðfangsefnisins eins og hún
kemur honum fyrir sjónir. Bæði sjónarmiðin eiga fylhlega rétt á
ser. Deila má um hvort rétt sé að taka til umfjöllunar rit annarra en
akademískra sagnfræðinga í fagtímariti á borð við Sögu. Áður-
oefnt svar við ritdómi mínum fær mig til að efast um að svo sé,
oema ef tilgangurinn með ritdómum um bækur slíkra höfunda í
Sögu er sá að leggja ritið undir dóm sérfræðinga, þ.e. þeirra sem
ætla má að hafi sérhæft sig á því fræðasviði sem bókin fjallar um.
^essi nálgun getur haft í för með sér að þeir annmarkar sem sér-
fræðingurinn tínir til á ritsmíðinni geta hljómað harkalega í eyrum
höfundar sem hefur kannski gengið út frá allt öðrum og mun
alrnennari forsendum við ritun verksins en sérfræðingurinn. Hitt
er svo annað mál að kjósi höfundar verka eins og Eldur á
^dööruvöllum að leggja þær fram til dóms í ritum á borð við Sögu
oiega þeir um leið búast við því að ritstjórn fái sér til liðsinnis sér-
fræðinga á því fræðasviði sem bókin snertir til að dæma
areiðanleika hennar út frá þeirri sérfræðiþekkingu sem gagn-
rýnandinn hefur yfir að ráða. Þær ábendingar sem ég gerði við
ntsmíðina byggði ég á þeim akademísku viðmiðunum sem ég hef
l®rt að temja mér sem sagnfræðingur. Ef litið er á svarið við
Ornræddri gagnrýni má sjá að gengið er út frá allt öðrum for-
Sendum fyrir túlkun á fortíðinni en ég gerði. Þetta virðist vera
Undirrót þess að við Torfi leggjum, að mínu mati, mjög óhkan
skilning í hvað skal ræða í ritdómum. Ég vil byrja með að sýna
þetta atriði með nokkrum dæmum.
I lokaorðum svars síns við gagnrýni minni nefnir Torfi’ákveðnar
kugmyndir Um hvað hann telur að eigi að standa í ritdómum.
Hann nefnir að flestir ritdómarar telji í lokaorðum sínum upp það
jakvæða sem finna má í því riti sem er til skoðunar hverju sinni.
f’ar á eftir eru taldir upp þeir þættir sem að hans mati hefðu átt að
fá lofsamleg ummæli í lokaorðum undirritaðs og getur þá stíls,
utlits, frágangs, prófarkalesturs, heimilda-, manna- og staðar-