Saga - 2003, Page 190
188
GUÐNITH. JÓHANNESSON
valsinum segir Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra til dæmis
að hættan á ofveiði hafi neytt íslendinga til að færa landhelgina út
einhliða án tafar. í viðtali við Edward Heath, forsætisráðherra
Breta á þessum tíma, sem kemur strax á eftir, hlær hann hæðnis-
lega að útskýringu Lúðvíks en segir að „kommúnistaráðherrann"
hafi einfaldlega viljað ráða ferðinni á íslandi og staðið í vegi fyrir
samkomulagi um tímabundnar veiðar Breta innan 50 mílnanna.
Þessi tvö sjónarmið stangast greinilega á og þótt ráðamenn á
Islandi hafi réttilega óttast of mikla sókn í fiskistofnana er það líka
rétt að íslenskir embættismenn sem stóðu í samningum við Breta
kvörtuðu yfir því að innan ríkisstjórnarinnar væri Lúðvík einn á
móti ágætum drögum að samkomulagi.2 Hér hefðu tilvísanir til
fleiri heimilda verið nauðsynlegar því hvorugur sögumanna var
fær um að gefa meira en eigin sýn á það sem gerðist.
Frásögn Fredericks Irvings um sprengjuárásir á breskar freigát-
ur er einnig lýsandi dæmi um það hve heimildir geta verið vara-
samar ef þær eru ekki settar í samhengi. Krafa Ólafs Jóhannes-
sonar, sem hann á að hafa sett fram í símtali eftir að bresk herskip
fóru inn fyrir 50 mílna mörkin í maí 1973, er svo mögnuð að ætla
mætti að sendiherrann hefði samstundis sent skeyti um hana til
Washington. Svo virðist ekki vera, nema það sé enn hulið leynd-
Sama dag og herskipavemdin hófst sagði háttsettur embættis-
maður í íslenska utanríkisráðuneytinu hins vegar við Irving að
hann væri nýbúinn að tala við forsætisráðherra og væri áhyggjU'
fullur vegna skoðana hans. Embættismaðurinn vildi ekki segja
sendiherranum meira en bætti þó við að varnarmál og landhelg-
ismál væm nú samtvinnuð.3 Og fjómm dögum síðar hafði Irving
eftir Ólafi að „eitt NATO-ríki hefði sent herskip á landsvæði
annars NATO-ríkis án þess að NATO léti sig málið varða og hann
harmaði að bandaríska herliðið í Keflavík sæi sér ekki fært að
aðstoða ísland þegar mest á reyndi."4 Það má þess vegna vel vera
2 Sjá t.d. skjalasafn utanríkisráðuneytis, Osló (hér eftir UD): 31.11/60/XlV,
Langáker, Reykjavík, til utanríkisráðuneytis, 14. júlí 1972, og Rigsarkivet,
Kaupmannahöfn. Skjalasafn utanrfldsráðuneytis (hér eftir RA): 55.ISLAND.1
/XVII, Kronmann, Reykjavík, til Fergo, utanríkisráðuneyti, 31. ágúst 1972.
3 National Archives, Maryland, Bandaríkjunum. State Department Records.
Central Records of the Department of State (hér eftir NA): RG59, DEF 4
ICE-UK, Irving til utanríkisráðherra, 20. maí 1973.
4 NA: RG59, DEF 4 ICE-UK, Irving til utanríkisráðherra, 24. maí 1973.