Saga - 2003, Qupperneq 193
ÞORSKASTRÍÐ í SJÓNVARPI
191
hins vegar verið vaxandi undirfag í fræðunum.7 Menn gera þá
nieira en að setja upptökuvél í gang og biðja fólk að segja frá því
Sem það man. Spurningar eru vel undirbúnar, markhópur
hmdinn og skilmerkilega unnið úr niðurstöðunum.8 Og tilgang-
urinn er ekki aðallega sá að komast að því sem „raunverulega
gerðist," eins og Ranke sagði á sínum tíma. ítalskir sagnfræðingar
hafa lengi verið framarlega í flokki þeirra sem nota munnlegar
heimildir og einn þeirra hefur sagt að þeir vinni bæði eins og
sagnfræðingar sem reyni fyrst og fremst að skilja hvað hafi átt sér
stað og mannfræðingar sem reyni fyrst og fremst að skilja hvernig
fólk segi frá.9 Að því er varðar þorskastríðin þá geta munnlegar
heimildir verið nauðsynlegar til þess að reyna að skilja betur það
sem raunverulega gerðist. En þær geta þetta ekki einar og óstudd-
ar. Þær verður að vega og meta og setja í samhengi við aðrar heim-
ildir og seinni tíma rannsóknir. Sagnfræðingar sem hafa rann-
sakað Kúbudeiluna 1962 hafa til dæmis reynt að gera frásagnir
þátttakenda úr stríðandi fylkingum eins „hlutlægar" eða „traustar"
Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson (Reykjavík, 1998), bls. 47-56, og
Stefán F. Hjartarson, „Att skapa kállmaterial. Arbetarminnen frán
Akureyri, 1920-1940", Historisk tidskrift (Svíþjóð) 3 (1985), bls. 340-364. Þá
má minna á að sagnfræðingar hafa vitaskuld rannsakað munnlega geymd
og íslenskar miðaldabókmenntir. Við leit í heimildabanka Gunnars
Karlssonar og samstarfsmanna, <www.heimildir.is>, 5. nóvember 2002 að
orðunum „munnleg" og „oral" fundust t.d. um tíu verk um slíkar
rannsóknir. Ég þakka þeim sem bentu mér á þessar heimildir eftir fyrir-
spurn á Gammabrekku, póstlista Sagnfræðingafélags Islands.
7 Stutt yfirlit um „Oral History" má finna í Knut Kjeldstadli, Historien er ikke
hvad den har været. En indfaring i historiefaget. Claus Bryld staðfærði og
þýddi úr norsku (Frederiksberg, 1999), bls. 198-204. Margar þjóðir, sem
ekki eru enskumælandi, notast við hugtakið „Oral History". A íslensku
hefur orðið lífssaga stundum verið notað. Það er ágætt í mörgum tilfellum
en ekki öllum og hér er stungið upp á orðinu frásaga fyrir „Oral History",
þá grein sagnfræðinnar sem snýst um frásagnir lifandi fólks af liðinni tíð.
8 Sem dæmi um þetta má nefna rannsókn á afstöðu Bandaríkjamanna til
hryðjuverkanna 11. september 2001: Mary Marshall Clark, „The
September 11, 2001, Oral History Narrative and Memory Project: A First
Report", Journal of American History 89 (2002:2), bls. 569-579.
9 Sjá Alexander Stille, „Prospecting for Truth Amid the Distortions of Oral
History", New York Times 10. mars 2001. Þessi grein er ágætis samantekt á
notkun munnlegra heimilda í ítalskri sögu.