Saga - 2003, Page 194
192
GUÐNITH. JÓHANNESSON
og mögulegt er með því að kalla þá saman og láta þá ræða
atburðarásina fram og aftur. Fræðimennirnir taka líka þátt í um-
ræðunni og hafa með sér bunka af skriflegum samtímagögnum
sem þeir vitna óspart í til að vefengja eða styðja fullyrðingar heim-
ildamannanna.10 Þótt það komi fyrir að menn skipti um skoðun
og sannfærist um réttmæti þess sem gömlu andstæðingamir og
skriflegu heimildirnar segja þá er reynslan af þessu verkefni ekki
sú að allir verði smám saman sammála um hvað gerðist. Menn
halda í sína útgáfu af sannleikanum. Það má því að vissu leyti
segja að munnlegar heimildir séu aðeins hálfsannleikur.
Póstmódernísk þorskastríð?
Goðsagnir og sameiginlegt minni
Það má líka segja að Síðasti valsinn sé póstmódemískur. Póst-
módernismi í sagnfræði er flókið og margslungið fyrirbæri en
með mikilh einföldun felur hann í sér, eins og þýski sagnfræð-
ingurinn Júrgen Kocka komst að orði við setningu Söguþings
vorið 2002, að „hver og einn má segja sína eigin sögu." í þorska-
stríðsþáttunum segja menn sína sögu og hvaða rétt ættu fræði-
menn að hafa til að setja sig á háan hest, „benda á" að þeir sem eru
að segja frá muni ekki rétt, þekki ekki allar kringumstæður og hafí
ekki verið árum saman að rannsaka atburðina sem um er að ræða?
Ef eitthvað er hafið yfir allan vafa í sagnfræði þá er það sú
staðreynd að menn geta ekki búið til óumdeilanlega og hlutlæga
úttekt á liðinni tíð.* 11 Þeir sem skoða sögulega atburði eftir að þeir
gerðust em jafnmikil börn síns tíma og þeir sem tóku þátt í þeim.
Menn geta horft á atburði úr fjarlægð í tíma og rúmi en menn geta
ekki „fjarlægst sjálfa sig", eins og heimspekingurinn Mark Sacks
hefur komist að orði um hina sífelldu leit fræðimannsins að full-
10 Sjá úttekt um þessa aðferð, og viðtal við James G. Blight, forystumann
Kúbuverkefnisins, í internetútgáfu The Chronicle of Higher Education
(Bandaríkjunum),< <http://chronicle.com/colloquylive/2002/10/
blight />, skoðað 5. nóvember 2002./>.
11 Sjá t.d. Michel Foucault, The Order ofThings. An Archeobgy ofthe Human Sciences
(London, 1989. Upphafl. útg. á frönsku 1966 og ensku 1970), bls. 368-369,
og Joan Wallach Scott, Gender and the Politics of History (New York, 1988),
bls. 7.