Saga - 2003, Page 196
194
GUÐNI TH. JÓHANNESSON
skilning á því sem þær fjalla um. Vilji menn vita sem mest um ein-
hverja atburðarás frá sem flestum sjónarhomum er meiri hlut-
lægni betri en minni og þá má gera ráð fyrir að þátttakendur 1
sögulegum atburðum standi verr að vígi en aðrir. „Við þurfum að
varast þá sagnfræði," sagði hinn franski Fernand Braudel eitt
sinn, „sem er enn þmngin tilfinningum þeirra sem upplifðu
atburðina. ... Hún ber með sér reiði þeirra, drauma og glám-
skyggni."14 Söguhetjurnar geta sagt sína eigin sögu betur en aðrir-
En rannsakendur sem á eftir koma og líta á liðna atburði úr mörg-
um áttum eiga að geta dregið upp betri heildarmynd.
Sú aðferð að styðjast nær eingöngu við frásagnir og fréttamynd-
ir veldur því að í Síðasta valsinum er lítið um útskýringar, mat eða
ályktanir á orsökum þorskastríðanna og ástæðum þess að ísland
hafði betur í þeim. Utan á hylki um þættina segir þó að íslend-
ingar hafi staðið saman „[ajllir sem einn" meðan á baráttunni stóð
og sú áhersla sem er lögð á frásagnir af atburðarásinni á miðunurn
veldur því að áhorfandinn fær eflaust á tilfinninguna að sá þáttur
hafi skipt sköpum um úrsht þorskastríðanna. Þættirnir viðhalda
því goðsögnum um þorskastríðin en saga þorskastríðanna hefur
óneitanlega verið frekar goðsagnakennd á Islandi.15 Með því er 1
grófum dráttum átt við að hún sé einfölduð og fegruð en ýmsar
slíkar goðsagnir hafa verið til í íslenskri sögu. Eitt sinn töluðu
menn um „gullöld íslendinga" á þjóðveldistímanum og ljórm
hefur lengi einkennt sögu sjálfstæðisbaráttunnar þar sem ein-
hugur er ýktur og horft fram hjá ágreiningi og ólíkum hags-
munum. í goðsögninni um þorskastríðin eftir seinni heimsstyrjöld
eru íslendingar sagðir einhuga, að minnsta kosti um markmið/
hæfari en andstæðingurinn og með heilagan málstað að verja. Hef
eru tvö dæmi um einingar- og hetjustílinn: „íslendingar sýndu
festu og samstöðu í harðri baráttu við aðrar þjóðir við útfærslu
fiskveiðilögsögunnar," sagði í forystugrein DV sumarið 2002.
14 Sjá tilvitnun í Roberto Franzosi, „A Sociologist Meets History. Criticai
Reflections upon Practice", Journal ofHistorical Sociology 9 (1996:3), bls. 385-
15 Ég ræddi þetta í erindi mínu á Söguþinginu vorið 2002; sjá Guðna Th-
Jóhannesson, „Tíu spurningar. Hugleiðingar um þorskastríðin", 2. íslensb1
sögupingiö. Ráðstefnurit II. Ritstjóri Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík/
2002), bls. 436-451.
16 Jónas Haraldsson, „Gæsla á íslandsmiðum", DV 14. júlí 2002 (forystu
grein).