Saga - 2003, Page 201
Ritdómar
Ellen Marie Mageray, ISLANDSK HORNSKURD.
DRIKKEHORN FRA F0R „BRENNEVINSTIDEN".
Bibliotheca Arnamagnæana VH. Ritstjóri Jonna Louis-
Jensen. Den Amamagnæanske Commission og C.A.
Reitzels forlag. Kobenhavn 2000. 171 bls. Útdráttur á
ensku, myndir, skrá yfir útskorin hom, heimildaskrá
og nafnaskrá.
Það þóttu nokkur tíðindi þegar norsk kona, Ellen Marie Mageroy, varði
doktorsritgerð árið 1967 um jurtaskrautið á íslenzkum tréskurði og gaf út
ítarlegt og vandað rit um efnið, „Planteornamentikken i islandsk
treskurd", útgefið af Ámastofnun í Kaupmannahöfn. Bæði var óvenju-
legt, að útlendingur skyldi takast á við svo rammíslenskt efni og eins hitt,
að efninu skyldu gerð svo góð og ítarleg skil sem raun varð á. En Ellen
Marie var hagvön á íslandi, þekkti vel íslenzka menningarsögu og hafði
mjög góð tök á íslenzku máli, því að hún dvaldist hér ásamt manni
sínum, Halvard Mageroy, á ámnum 1949-1952, er hann var sendikennari
í norsku við Háskóla íslands. Þá kynntist hún hinum víðfeðma akri
íslenzkrar þjóðháttafræði, sem enn var að miklu leyti óplægður, og það
leiddi til þess að hún tók sér þetta viðfangsefni fyrir hendur.
Þótt hún tæki aðeins þetta atriði í íslenzka tréskurðinum til meðferðar,
jurtaskrautið, gerð þess og þróun frá einum tíma til annars, var áhuginn
víðfeðmari, og í próffyrirlestri sínum við Oslóarháskóla, í tengslum við
doktorsvörnina, valdi hún sér að tala um útskorin íslenzk drykkjarhorn,
sem hún hafði að sjálfsögðu gefið gaum að í sambandi við rannsóknir
sínar á tréskurðinum. Hún fjallaði þar ekki aðeins um drykkjarhom í
söfnum á íslandi og erlendis, heldur leitaði hún markvisst uppi íslenzk
drykkjarhom í einkaeigu, sem reyndust vera allnokkur víða úti um lönd.
Islenzk drykkjarhom hafa hvarvetna þótt gersemar, enda skera þau sig úr
vegna skurðarins, skrautverksins, mynda og áletrana, sem er gerólfkt því
sem gerist um erlend drykkjarhorn. Og þetta leiddi til þess, að Ellen
Marie fékk því til leiðar komið að íslenzk drykkjarhorn, sem föl vom
erlendis, rötuðu aftur til íslands, hom sem norska stórþingið keypti í
Bandaríkjunum árið 1985 og norski forsætisráðherrann færði Islend-
ingum að gjöf og er nú í Þjóðminjasafni, svo og horn sem var selt í