Saga - 2003, Qupperneq 204
202
RITDÓMAR
ekki fengnar frá drykkjarhornum í nálægum löndum, heldur frekast frá
veiðihornum, lúðrum, svonefndum „ólíföntum", sem voru skorin úr
skögultönnum fila eða rostungstönnum. Þau eru til á söfnum ytra og
þykja hinir mestu dýrgripir. Var sá skurður einkum tíðkaður á Suður-
Italíu á 11. og 12. öld, en höfundur telur að íslendingar hafi þekkt þessa
veiðilúðra og fengið hugmyndina þaðan. Heldur má það þykja ólíldegt,
að slík veiðihorn hafi verið þekkt hérlendis, þó sést maður með veiðihorn
á öðrum Grundarstólnum, enda er skurðurinn á þeim í reynd allur með
öðru yfirbragði en á hornunum, þótt einstök lík munstur sjáist, svo sem
akantusteinungurinn. Veiðihomin eru sjaldnast með myndum, nema
helzt skjaldarmerkjum. Ætli skýring þess að skera út drykkjarhom geti
ekki einfaldlega verið þessi árátta íslendinga fyrmrn, að skreyta hvers
kyns sparigripi og marga hversdagsgripi og jafnvel einföldustu brúks-
hluti, með útskurði. Hér hafi þetta góða efni, hornið, og notkun hornanna
til að drekka af í minnum við kirkjulegar hátíðir, eða í veizlum í heima-
húsum, hvatt til hins vandaða útskurðar. Við verðum að hafa í huga, að
hér á landi kom útskurðurinn að verulegu leyti í staðinn fyrir málningu
hjá öðrum þjóðum, þar sem mun algengara var að mála skrautverk á hluti
en skera. Hér em næsta fáir gripir málaðir, samanborið við þá skornu.
I kaflanum um miðaldahornin nefnir höfundur hve íslenzkir skurðlist-
armenn hafi verið fastheldnir á gamlan stíl, svo að oft geti verið erfitt að
sjá, hvort gripur er frá síðari hluta miðalda eða frá síðari öldum. Þetta er
alkunna, og kom það glöggt fram í fyrrnefndu doktorsriti höfundar. Má
það nokkurri furðu sæta, að hinn forni akantusteinungur, sem kom inn í
íslenzkt skrautverk um miðbik miðalda, skyldi lifa allt fram til loka
skurðlistar að gömlum hætti, undir aldamótin 1900. Úti í heimi ráku nýjar
stílgerðir hver aðra, svo sem endurreisnarstíll, eða endurlifnunarstíll eins
og Matthías Þórðarson þjóðminjavörður nefndi hann, barokk, rókókó og
keisarastíll, en þeirra gætir lítt í skurðlist hérlendis, nema helzt í gripum
þeirra manna, sem lærðu list sína erlendis. En gamli akantusteinungurinn
brauzt sífellt fram á ný í ýmsum tilbrigðum, og nú í seinni tíð, þegar farið
er að kenna tréskurð á námskeiðum, er hann sífellt tekinn upp aftur og
hafður að uppistöðu tréskurðarins.
Á drykkjarhornunum eru tíðast myndir, og þá helzt úr Biblíunni svo
sem fyrr getur, en svo fléttast akantusinn inn á milli eða skiptir skurðflet-
inum í reiti. Má t.d. nefna Nikulásarhornið svonefnda, með mynd af
heilögum Nikulási, og eins Úrsúluhornið, þar sem akantus og áletraðir
borðar afmarka myndfleti (af síðarnefnda horninu er næsta lítið eftir,
hefur verið gert úr því púðurhorn). Höfundur hefur fundið fyrirmyndir i
fornprentuðum guðsorðabókum að ýmsum myndum á hornunurn-
Nokkrar myndir og skrautborðar eru skorin eftir myndum í Guðbrands-
biblíu og erlendum tíðabókum frá því snemma á 16. öld. Og er þá að
nefna, að sumt af skrautverkinu á sér nánar hliðstæður í upphafs-