Saga - 2003, Qupperneq 205
RITDÓMAR
203
stafaskrauti í íslenzkum handritum. Ýmsar myndir á hornunum geta átt
sér fyrirmyndir á kirkjugripum, svo sem krossfestingarmyndir og „Guðs
lamb".
Höfundur gefur hornunum nöfn til þæginda. Sum höfðu reyndar nöfn
fydr, og eru þau yfirleitt gefin eftir skrautverki, eiganda homsins eða
staðnum sem þau koma frá. Má ætla, að flest þessi nöfn muni þar með
festast, svo sem „Úrsúluhornið" í Þjóðminjasafni, með mynd af Úrsúlu
helgu og hinum 11.000 meyjum, „Þrenningarhornið" í Dresden, „Kana-
hornið" í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn, og „Velken-hornið" í Osló,
sem hefur lengi verið haft um það, en við hér kjósum frekar að kalla „horn
Eggerts lögmanns Hannessonar". Þá má nefna „Vestfjarðahornið" í Lund-
u,'um og „horn Jóns Þorlákssonar" í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn.
Nöfnin hæfa flestum hornunum vel, þótt sum hljómi ekki nógu vel í
°kkar eyrum og muni erfitt að snúa þeim orðrétt á íslenzku (svo sem
„ring-i-ring-hornið" og „griff- og löve-homið").
Fimmti kafli ritsins fjallar um horn frá því eftir siðaskipti, en yfir tutt-
ugu drykkjarhorn eru þekkt fram að „brennivínstíma". Sérstaka athygli
vekur umfjöllunin um Brynjólf Jónsson, sem hér var fyrr nefndur,
„bibiíutúlkarann Brynjólf", sem bjó í Skarði á Landi í lok 16. og upphafi
17. aldar (f. um 1550) og var lögréttumaður. Lengi hafa menn þekkt eftir
hann sérstæðar útskornar hvalbeinsplötur úr kirkjunni þar í Skarði (nú í
í’jms.), og ber ein nafn hans. Brynjólfur hefur sérstæðan skurðstíl og hefur
unnið í þetta óvenjulega smíðaefni, en Ellen Marie sýnir svo fram á, að
hrynjólfur hefur skorið fjögur drykkjarhom að auki, sem ljóst er af saman-
hurði. Manni dettur í hug, að Brynjólfur hafi getað haft nokkra atvinnu af
skurðlist sinni og að hann kunni að hafa skorið enn fleiri gripi en nú em
þekktir, því að margt dýrmætið af þessu tagi hefur glatazt og vafalaust
hafa ekki allir hlutir frá hans hendi náð að varðveitast eða komið í
leitirnar enn. Ellen Marie velur honum nafnið „biblíutúlkari", því að hann
hefur notað mjög prentaðar myndir í Biblíum, Guðbrandsbiblíu og einnig
ur Biblíu Kristjáns konungs þriðja sem fyrirmyndir, og má því ætla að sú
hiblía hafi eitthvað verið þekkt hér á landi.
Aftast í ritinu er svo vönduð skrá um öll hornin, sem fjallað er um í rit-
lr>u, með nákvæmum lýsingum á stærð, útskurði, myndum og ferli og er
dómur lagður á aldur hornanna og jafnframt á gæði skurðarins. Þetta er
afar mikilvægt og sýnir hvernig hinn skólaði hstfræðingur tekur hlutina
akveðnum tökum og samkvæmt fræðilegum kröfum, þannig að hverjum
öðrum fræðimanni nýtast skýringar Ellenar Marie og greinargerð til hins
ýtrasta. Hér er mynd af hverjum grip, en ekki þarf að nefna, að ritið er
nkulega myndskreytt, bæði með heildarmyndum horna og gripa og
uryndir eru af einstökum pörtum þeirra, áletrunum og skrautverki, sumar
þeirra í lit. Er til þeirra vandað eins og prentunar og frágangs alls.
Það var nefnt, að mörg þau drykkjarhorn, sem varðveittust hér á landi