Saga - 2003, Side 206
204
RITDÓMAR
hlutu þau hörðu örlög að vera söguð niður í púðurhom. En mörg þeirra,
sem úr landi rötuðu, hlutu þá vegsemd að vera búin hinu bezta skrauti.
Fagurlega grafnar beitir eru á röndinni og oft vom settir fætur úr silfri,
oftast sem fuglsfætur, svo að hornið gæti staðið á borði. Er til útlanda kom
hafa homin væntanlega verið höfð sem skrauthom eingöngu, enda sá
siður að drekka af homum þá löngu af lagður þar. Þannig er til dæmis
hom Eggerts lögmanns Hannessonar með mjög vönduðum gröfnum
silfurbúnaði í endurreisnarstíl. Beitin er með loki yfir og stendur ein-
hymingur á, hann var í skjaldarmerki Eggerts, og silfurbúnaður er á
stikilsendanum með mannsmynd og silfurgjörð er um miðju og fuglsfótur
undir, sem stendur á kringlóttri silfurstétt. Þessi búnaður er gerður ytra,
líklegast í Norður-Þýzkalandi eða Danmörku, og af mjög fæmm gullsmið,
sem látið hefur eftir sig nokkur mjög vönduð verk, meðal annars er eitt í
Þjóðminjasafni, en nafn smiðsins er þó ekki þekkt.
Þetta rannsóknarverk dr. Ellenar Marie Mageroy er afar vandað og vel
unnið og er ásamt doktorsriti hennar, sem fyrr var nefnt, meðal fárra rita
sinnar gerðar um íslenzka menningarsögu, og þau standa í rauninni upp
úr öðmm. Enn sem komið er hafa fá rit verið skrifuð um gripi eða gripa-
heildir úr menningarsögu Islendinga, þar sem hlutum af sama og svipuðu
tagi er safnað saman og lýst, gerð grein fyrir upprana, þeir bomir saman
og raktar fyrirmyndir, þróun í skrauti og stíl, notkun og skyldleiki við
hluti annars staðar. Söfnin okkar eru full af merkum gripum, sem enn
bíða sinnar meðhöndlunar og að þeim séu gerð viðhlítandi skil svipað og
Ellen Marie hefur gert íslenzka útskurðinum. Erlendis em þjóðhátta-
fræðingar og Hstfræðingar búnir að skrifa um mikið af þess kyns hlutum
og sums staðar orðið fátt um fína drætti lengur. Því er eðlilegt að ýmsir
þeirra svipist um eftir efniviði hér, sem enn er lítt rannsakaður og liggur
óbættur hjá garði. Hér er enn að mestu óplægður akur íslenzkrar minja-
fræði.
Gildi þessara rita liggur einnig í þeim árangri, sem höfundur hefur náð
í að leita uppi íslenzkan útskurð hvarvetna en íslenzkum hornum hafa þó
ekki verið gerð endanleg skil. Væri til dæmis verkefni einhvers fraeði-
manns að rannsaka og gera grein fyrir hornum frá síðari tímum, til daemis
brennivínshornum og púðurhornum og jafnvel skrauthornum. Þá getur
ýmislegt forvitnilegt komið í ljós, eins og „Michigan-hornið", sem
uppgötvaðist vestur í Ameríku og þarlendir vilja telja afgamalt, jafnvel úr
heiðnum sið, þar sem á því em goðamyndir og rúnaletur. Hérlendir
þykjast sjá að það muni gert af Hjálmari Lámssyni myndskera sem
skrauthom aðeins, og síður en svo í neinu blekkingarskyni.
Eg óska Ellen Marie Mageroy til hamingju með þetta góða og vel unna
verk og þakka henni jafnframt önnur störf hennar í þágu íslenzkrar
menningarsögu.
Þór Magnússon